Fréttir

Ruslagámur brann í Grundarfirði

Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út um klukkan þrjú á nýársnótt en þá hafði kviknað í ruslagámi við Grunnskóla Grundarfjarðar. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og tók slökkvistarf rétt um klukkustund. Ruslagámurinn sjálfur brann til kaldra kola og voru einungis dekkin eftir en skýlið sjálft er gjörónýtt eftir eldsvoðann. Eldsupptök eru ókunn en mikið var skotið upp af flugeldum í Grundarfirði og var stafalogn þegar eldurinn kviknaði.

Ruslagámur brann í Grundarfirði - Skessuhorn