Fréttir
Á myndinni eru frá vinstri: Jakob Guðmundsson, Vigdís Ósk Viggósdóttir, Einar Birgir Bjarkason, Þórhallur Ingason, Hjörtur Máni Þórhallsson og Erla Ásgrímsdóttir. Ljósm. aðsend

Minntust látins félaga

Síðastliðinn sunnudag fékk Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi góða heimsókn af Suðurnesjum. Hópur, sem naut aðstoðar félaga úr Brák fyrir tíu árum síðan, kom til að minnast félaga og eiginmanns sem lést á Langavatnsdal 16. nóvember 2014. Þeir Gísli Már Marinósson, Einar Birgir Bjarkason, Þórhallur Ingason og Hjörtur Máni Þórhallsson fóru þennan dag til rjúpnaveiða á Langavatnsdal. Gísli Már skilaði sér ekki þegar halda átti heim. Þegar félagar hans fóru að leita hans fundu þeir hann látinn en hann hafði fengið hjartaáfall á göngunni.  Lögregla og björgunarsveit voru kölluð til og sóttu félagar úr Brák líkið og fluttu það til byggða eftir að hafa reynt endurlífgun, en án árangurs. 

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

Veiðifélagar Gísla úr þessari örlagaríku ferð ásamt ekkju hans, Erlu Ásgrímsdóttur, komu nú í heimsókn í hús Brákar að Fitjum í Borgarnesi til að minnast þess að tíu ár voru í haust liðin frá þessum atburði. Notuðu þau tækifærið og færðu Brák nokkur skóhorn sem sveitin getur selt sér til fjáröflunar en þau eru smíðisgripir Þórhalls. Einn björgunarmanna sem tók þátt í að koma Gísla Má til byggða, Jakob Guðmundsson, ásamt öðrum fulltrúum Brákar tóku á móti gestunum og sýndu þeim aðstöðuna í húsi sveitarinnar.  Að lokum var þeim boðið upp á kaffi og vöfflur áður en þau héldu heim.

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

 

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

 

Minntust látins félaga - Skessuhorn