
Könnunin sýndi að 22% Akurnesinga sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið, margir á Grundartanga, en einungis 59% sækja vinnu í heimabæ sínum. Ljósm. úr safni
Tæplega fjórði hver íbúi á Akranesi sækir vinnu á höfuðborgarsvæðið
Hjá Samtökum sveitarfélaga er komin út skýrsla þar sem farið er yfir svör við nokkrum spurningum úr Íbúakönnun landshlutanna sem tengjast atvinnusókn íbúa á Vesturlandi. Spurt var í hvaða sveitarfélagi fólk starfaði og hvort fólk hefði val um að sinna starfi þínu hvar sem er og að kalla megi því starf óstaðbundið.