Fréttir
Slökkviliðsmenn að hefja slökkvistarf. Ljósm. mm

Kviknaði í flugeldarusli

Í gærkvöldi kom upp eldur í gámi skammt frá björgunarmiðstöð Brákar við Fitjar í Borgarnesi. Björgunarsveitarfólk í Brák hafði á nýársdag unnið við að hreinsa upp flugeldarusl í Borgarnesi og losað í gáminn. Glóð leyndist í ruslinu sem kveikti eldinn. Björgunarsveitarmenn reyndu fyrst að slökkva eldinn með tiltækum slökkvitækjum en það dugði ekki til svo Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út til að ljúka verkinu. Ekki varð tjón á öðru en gámnum við brunann.

Kviknaði í flugeldarusli - Skessuhorn