
Yfirlitskort af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Teikning úr matsskýrslunni.
Matsáætlun fyrir vindorkuver á Hælsheiði í skipulagsgátt
Skipulagsstofnun er nú með í kynningarferli til 27. janúar næstkomandi matsáætlun vegna umhverfismats fyrir vindorkuver á Hælsheiði í ofanverðum Borgarfirði. Það er fyrirtækið Zephyr Iceland ehf. sem leggur matsáætlunina fram en fyrirtækið áformar að reisa vindorkuver í landi Hæls í Flókadal og Steindórsstaða í Reykholtsdal. Uppsett heildarafl gæti orðið allt að 150 MW og mögulega yrði garðurinn reistur í áföngum. Gert er ráð fyrir að fjöldi vindmylla verði 20-30 og að afl hverrar vindmyllu verði 5-7 MW.