Fréttir

true

Björgunarsveitir komu ferðalöngum á fjallvegum til aðstoðar

Björgunarsveitir víða á vestan- og norðvestanverðu landinu þurftu í gær að koma ferðalöngum til aðstoðar. Á Klettshálsi komu björgunarsveitarfólk frá Heimamönnum á Reykhólum, Lómfelli á Barðaströnd og Blakki á Patreksfirði níu manns, þar á meðal þremur börnum, á tveimur bílum til aðstoðar. Björgunarsveitin Heiðar í Borgarfirði hélt á Holtavörðuheiðina til að aðstoða fólk á bíl…Lesa meira

true

Vel fiskast á Bárði undir lok árs

Áhöfnin á netabátnum Bárði SH slær ekki slöku við. Lagðar voru fjórar trossur á annan í jólum og í gær, föstudag, var svo vitjað um netin. Að venju var góður afli, en þrátt fyrir leiðinda veður var þorskurinn í jóla stuði og komu fengsælir og glaðir sjómenn að landi í Rifi með í hátt í…Lesa meira

true

Fimmtán tilnefndir til Íþróttamanneskju Akraness 2024

Á þrettándanum 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á íþróttamanneskju Akraness árið 2024. Nú hefur verið opnað fyrir kosningu í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og verður hún opin frá 27. desember til og með 2. janúar. Alls eru 15 manns tilnefnd að þessu sinni og eru hér í stafrófsröð: Vélhjólaíþróttafélag Akraness Aníta Hauksdóttir Aníta Hauksdóttir er…Lesa meira

true

Hætta með áramótaball í Klifi

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur um árabil boðið íbúum á áramótaball í Klifi á gamlárskvöld. Í tilkynningu á þjónustusíðu bæjarins kemur fram að nú hafi, sökum dræmrar þátttöku, verið hætt við ballið. „Ástæðan er sú að aðsókn hefur dregist verulega saman á undanförnum árum og þykir ekki forsvaranlegt að halda ball. Til marks um það má nefna…Lesa meira

true

Eldingu sló niður og rafmagn fór af bænum

Þórður Sigurðsson sem býr í Leirulækjarseli á Mýrum lýsir því í FB færslu að gríðarleg elding hafi í nótt slegið niður ekki fjarri bænum. Allt rafmagn fór af húsunum og einhver rafmagnstæki skemmdust. Þórður staðfestir í samtali við Skessuhorn að um eitt leytið í nótt hafi eldingu slegið niður einhversstaðar í nágrenninu með þeim afleiðingum…Lesa meira

true

Breytingar á staðgreiðslu um áramótin

Samkvæmt lögum um tekjuskatt hækka persónuafsláttur og þrepamörk tekjuskatts einstaklinga í upphafi hvers árs sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði að viðbættri hækkun vegna framleiðnivaxtar. Miðað er við 1% árlega aukningu framleiðni og er það mat tekið til endurskoðunar á 5 ára fresti, næst fyrir tekjuárið 2027. Hækkun vísitölu neysluverðs liggur nú…Lesa meira

true

Glanni stóð fyrir jólabingói

Skömmu fyrir jól stóð unglingasveitin Glanni að jólabingói í sal björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi. Sveitin er sameiginleg unglingadeild björgunarsveitanna Brákar, Oks og Heiðars. Viðburðurinn var mjög vel sóttur af fólki víða að úr Borgarfirðinum. Vinningar voru frá fyrirtækjum í héraði og unga fólkið, félagar í Glanna, sá með prýði um alla framkvæmd. Meðal stærstu vinninga…Lesa meira

true

Holtavörðuheiði lokuð og hálka á flestum vegum

Veðurspár gera ráð fyrir að lægi markvert vestan- og norðvestantil þegar kemur fram á daginn og um leið dregur úr skafrenningi. Suðvestanlands verður þó áfram éljagangur og blint á köflum til kvölds, m.a. á Hellisheiði. Hálka og éljagangur er á flestum vegum á Vesturlandi en Holtavörðuheiði er enn lokuð. Vegagerðin segir að nýjar upplýsingar komi…Lesa meira

true

Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu hrossi úr gjótu

Félagar úr Björgunarfélagi Árborgar og björgunarsveitinni Sigurgeir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi komu til aðstoðar á bóndabæ á Skeiðum síðdegis í gær og björguðu hesti upp úr gjótu sem hann hafði fallið í. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgun komst hesturinn lifandi í hús, en yngra tryppi var dautt þegar bóndinn kom að þeim. Nágranni með skotbómulyftara og…Lesa meira

true

Bræður fagna hundrað ára brúðkaupsafmæli

Á morgun, laugardaginn 28. desember, verða ákveðin tímamót, en þá eiga þrír bræður í Borgarnesi samtals 100 ára brúðkaupsafmæli. Þetta eru þeir Sigurður, Bjarni og Unnsteinn Þorsteinssynir. Allt hófst þetta þegar Sigurður giftist Steinunni Pálsdóttur frá Álftártungu 28. desember 1974, en ásamt þeim voru einnig gefin saman Ásgerður Pálsdóttir, systir Steinunnar, og Sturla Stefánsson frá…Lesa meira