
Svipmynd frá viðburðinum. Ljósm. gj
Glanni stóð fyrir jólabingói
Skömmu fyrir jól stóð unglingasveitin Glanni að jólabingói í sal björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi. Sveitin er sameiginleg unglingadeild björgunarsveitanna Brákar, Oks og Heiðars. Viðburðurinn var mjög vel sóttur af fólki víða að úr Borgarfirðinum. Vinningar voru frá fyrirtækjum í héraði og unga fólkið, félagar í Glanna, sá með prýði um alla framkvæmd. Meðal stærstu vinninga var gisting á Hótel Vesturlandi og á Hraunsnefi.