
Holtavörðuheiði lokuð og hálka á flestum vegum
Veðurspár gera ráð fyrir að lægi markvert vestan- og norðvestantil þegar kemur fram á daginn og um leið dregur úr skafrenningi. Suðvestanlands verður þó áfram éljagangur og blint á köflum til kvölds, m.a. á Hellisheiði. Hálka og éljagangur er á flestum vegum á Vesturlandi en Holtavörðuheiði er enn lokuð. Vegagerðin segir að nýjar upplýsingar komi fram klukkan 12 og fólki ráðlagt að fylgjast með á umferdin.is