
Björgunarsveitir komu ferðalöngum á fjallvegum til aðstoðar
Björgunarsveitir víða á vestan- og norðvestanverðu landinu þurftu í gær að koma ferðalöngum til aðstoðar. Á Klettshálsi komu björgunarsveitarfólk frá Heimamönnum á Reykhólum, Lómfelli á Barðaströnd og Blakki á Patreksfirði níu manns, þar á meðal þremur börnum, á tveimur bílum til aðstoðar. Björgunarsveitin Heiðar í Borgarfirði hélt á Holtavörðuheiðina til að aðstoða fólk á bíl sem lentu í vandræðum á sunnanverðri heiðinni. Í Skagafirði kom Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð ferðalöngum í Blönduhlíð til aðstoðar. Stærsta verkefnið var á Vatnsskarði þar sem ferðalangar á um 20 bifreiðum lentu í vandræðum. Þar komu til aðstoðar Björgunarfélagið Blanda og Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd, ásamt félögum úr Flugbjörgunarsvetinni í Varmahlíð sem fór á skarðið austan frá.