
Leirulækjarsel á Mýrum.
Eldingu sló niður og rafmagn fór af bænum
Þórður Sigurðsson sem býr í Leirulækjarseli á Mýrum lýsir því í FB færslu að gríðarleg elding hafi í nótt slegið niður ekki fjarri bænum. Allt rafmagn fór af húsunum og einhver rafmagnstæki skemmdust. Þórður staðfestir í samtali við Skessuhorn að um eitt leytið í nótt hafi eldingu slegið niður einhversstaðar í nágrenninu með þeim afleiðingum að allt rafmagn fór út. "Það er ljóst að það hefur orðið eitthvað tjón á rafmagnstækjum. Úti í nýja fjósi er stjórnbox fyrir loftræstingu sem hefur hreinlega sprungið og annað tengibox að auki. Þá eru held ég flest eða ansi mörg ljós ónýt eða skemmd,“ segir Þórður.