Fréttir

Óskum öllum dýrum gleðilegra áramóta

Matvælastofnun vill minna fólk á að flugeldar geta valdið dýrum miklum ótta og jafnvel ofsahræðslu. Fólk er eindregið hvatt til að takmarka notkun flugelda við gamlárskvöld og þrettándann, og alls ekki skjóta upp utan leyfilegs tíma. Dýraeigendur þurfa að gera ráðstafanir til að draga úr hættu á að dýrin þeirra verði hrædd eða slasist.