Nýjustu fréttir

Styttist í að pota megi útsæðinu niður

„Það má kallast þjóðlegasti siður, þetta að pota útsæðinu niður, úti í garði, undir morgunsól,“ sungu Lúdó og Stefán hér um árið. Með hækkandi sól eru áhugasömustu kartöfluræktendur þessa lands nú að hefja vorverkin; huga að útsæðinu, stinga eða tæta upp garðinn og gera klárt til að setja niður eftir nokkrar vikur. Nú háttar svo…

Sumri fagnað með Skeifudegi

Sumardaginn fyrsta, 24. apríl næstkomandi, fer Skeifudagurinn að venju fram á Hvanneyri og Mið-Fossum. Grani, hestamannafélag nemenda við LbhÍ, heldur uppskeruhátíð búfræðinemenda sem stundað hafa hestamennskuáfanga við skólann í vetur, en félagið hefur verið starfrækt í 71 ár. Dagskráin er hefbundin og hefst kl 13 í reiðhöll hestamiðstöðvar LbhÍ á Mið-Fossum. Nemendur sýna afrakstur vetrarins…

Skipuleggja glerblásturshátíð á Hellissandi

Rætt við Louise Lang og samstarfskonur hennar sem eru að undirbúa nýja listahátíð á Hellissandi Hátíðin Glóandi Jökull fékk úthlutaðan styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands í janúar síðastliðnum en skipuleggjendur hátíðarinnar eru þær Louise Lang frá Þýskalandi, Fiona Byrne frá Írlandi og Laura Sonne Lund frá Danmörku. Um er að ræða listahátíð helgaða glerlist og mun…

Lokaárið í bili á vettvangi í Ólafsdal

Rætt við Birnu Lárusdóttur, fornleifafræðing um uppgraftarverkefnið í Ólafsdal Árið 2018 var gerð þriggja ára rannsóknaráætlun sem fól í sér uppgröft á skála og jarðhýsi í tungunni milli Ólafsdalsár og Hvarfsdalsár við Gilsfjörð. Sumarið 2018 hófst uppgröftur og var þá víkingaaldar bæjarstæði afhjúpað og var unnið við verkefnið til 2021. Sumarið 2022 hófust rannsóknir á…

Veðrið fram á sumar

Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður ágætt veður á Vesturlandi í dag, norðaustan 3-8 m/s, en norðvestan 5-10 í fyrstu. Bjartviðri en skýjað norðaustantil fram á kvöld. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast sunnanlands. Breytileg átt 3-8 m/s og yfirleitt bjart á morgun, en skýjað og líkur á lítilsháttar vætu við suðvestur- og vesturströndina. Hiti…

Félagsskapurinn og löngunin til að æfa hefur fylgt krökkunum

Haraldur Ingólfsson er fimmfaldur Íslandsmeistari og fjögurra barna fótboltafaðir Akranes státar af því að hafa fóstrað margar af bestu knattspyrnukempum landsins. Íþróttin er djúpt ofin í menningarvef Akraness og hefur mótað líf ótal íbúa bæjarins. Gullaldarlið ÍA og síðan liðið á tíunda áratugnum áttu hug bæjarfélagsins allan, þar sem ófáum bikurum var hampað. Einn af…

Heimsmeistaramótið í ruslakarli fór fram í Grundarfirði

Það var líf og fjör á gamla netaverkstæði G.Run hf í Grundarfirði á miðvikudagskvöld í liðinni viku. Þá fór fram heimsmeistaramótið í ruslakarli þar sem tuttugu sterkustu spilarar í heimi voru mættir til að etja kappi þangað til einn stæði uppi sem sigurvegari. Unnsteinn Guðmundsson var handhafi heimsmeistaratitilsins síðan 2001 en hefur oft verið sakaður…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið