
Nýjustu fréttir


Vel gekk að ráða niðurlögum elds í verksmiðju Elkem
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út laust fyrir klukkan 21 í gærkvöldi vegna elds í verksmiðju Elkem Ísland á Grundartanga. Að sögn Álfheiðar Ágústsdóttur forstjóra fyrirtækisins var unnið að viðhaldi ofns sem er í framleiðslustoppi. Við rafsuðu varð það óhapp að neisti hrökk í raflagnir og úr varð eldur. Vel gekk að ráða niðurlögum…

Góður sigur Snæfells á KV
Hann varð aldrei spennandi leikurinn í 1. deild kvenna í körfuknattleik þegar Snæfell mætti liði KV úr vesturbæ höfuðborgarinnar í Stykkishólmi í gærkvöldi. Til þess voru yfirburðir Snæfells of miklir strax í upphafi. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 19-6 og í hálfleik var staðan 36-26. Í þriðja leikhluta jókst forskot Snæfells en í þeim…

Voru án rafmagns síðdegis í gær
Rafmagnsbilun varð síðdegis í gær í Reykholtsdal og Hálsasveit í Borgarfirði. Nokkurn tíma tók að finna bilun og gera við, en rafmagn var komið á að nýju á tólfta tímanum um kvöldið, samkvæmt tilkynningu frá Rarik.

Endurvinnsla á saltgjalli og gjallsandi þarfnast ekki umhverfismats
Skipulagsstofnun hefur ákveðið að endurvinnsla á saltgjalli og gjallsandi á Grundartanga sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif samkvæmt viðmiði laga og því sé framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Það var fyrirtækið Alur álvinnsla sem óskaði eftir áliti Skipulagsstofnunar. Fyrirtækið hefur endurunnið álgjall á Grundartanga frá árinu 2012 og…

Greitt útsvar hækkar mest í Skorradalshreppi
Greitt útsvar fyrstu ellefu mánuði nýliðins árs hækkaði mest hjá Skorradalshreppi eða um 22,2% miðað við sömu mánuði ársins 2024. Þetta kemur fram í staðgreiðsluyfirliti til sveitarfélaga. Á sama tíma hækkaði greitt útsvar á landinu öllu um 9%. Greitt útsvar til fimm annarra sveitarfélaga á Vesturlandi hækkaði meira en landsmeðaltal á sama tíma. Í Hvalfjarðarsveit…

Fiskrækt verði stunduð með ábyrgum hætti
Atvinnuvegaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði og fiskrækt. Í tilkynningu í samráðsgátt kemur fram að lagðar séu til breytingar á ákveðnum þáttum er lúta að verulegu leyti að fiskrækt en einnig eru skilgreiningar og hugtök einfölduð og samræmd. Fram kemur að fiskrækt…

Bara ef það hentar mér?
Aníta Eir Einarsdóttir og Liv Åse Skarstad

Gleðilegt nýtt ár!
Haraldur Benediktsson

Nýártónleikar með Kór Akraneskirkju og Kalman tónlistarfélagi Akraness
Ingibjörg Ólafsdóttir

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025
Björn Snæbjörnsson

Dásamlegur aðalfundur – Látum verkin tala!
Katrín Oddsdóttir




