Nýjustu fréttir

Íbúar fjölmennari sveitarfélaga ánægðari með þjónustu

Íbúar fjölmennari sveitarfélaga ánægðari með þjónustu

Á vegum Rannsóknarseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum við Háskólann á Bifröst er komin út greinin „Viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélaga eftir stærð þeirra, metin í fjölda íbúa,“ eftir dr. Vífil Karlsson. Greinin í heild birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál. Þar kemur fram að íbúar fjölmennari sveitarfélaga eru töluvert ánægðari með þjónustu sem þau…

Krónan og viðskiptavinir hennar styrkja 22 fjölskyldur á Akranesi

Krónan hefur veitt Mæðrastyrksnefnd Akraness styrk sem safnað var fyrir í jólasöfnun Krónunnar á aðventunni og mun nýtast 22 fjölskyldum í bæjarfélaginu. Viðskiptavinir Krónunnar á Akranesi, ásamt Krónunni, söfnuðu alls 440 þúsund krónum. Samtals söfnuðust 10 milljónir króna í jólastyrkjasöfnun matvöruverslunarinnar um allt land sem munu nýtast 500 fjölskyldum. Með söfnuninni bauðst viðskiptavinum að styrkja…

Vísbendingar um efnistöku umfram heimildir í Hvalfjarðarsveit

Hvalfjarðarsveit hefur ráðið Erlu Bryndísi Kristjánsdóttur starfsmann Verkís sem verkefnaráðgjafa sveitarfélagsins og er hennar verkefni að leggja mat á stöðu efnisnáma í sveitarfélaginu og skipuleggja í samstarfi við landeigendur og námuréttarhöfum hvernig best verður háttað námuvinnslu í sveitarfélaginu á komandi árum. Námavinnsla í Hvalfjarðarsveit hefur á undanförnum misserum verið í brennidepli líkt og komið hefur…

Fjárbjörgun í Vesturárdal

Síðastliðið þriðjudagskvöld barst björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga aðstoðarbeiðni vegna lambs sem hafði komið sér í vandræði í Vesturárdal, en áin rennur í Miðfjarðará nokkuð fyrir sunnan Laugarbakka. Bóndi hafði verið með fé í úthaga og var að reka það heim að bæ þegar eitt lambið stökk frá hópnum og kom sér í sjálfheldu í litlu…

Öruggur sigur Þórs í Stykkishólmi

Snæfell tók á móti Þór Akureyri í gær í leik í fyrstu deild kvenna í körfunni. Fyrirfram var búist við erfiðum leik en Þór er langefst í deildinni með 18 stig, en Snæfell í sjötta sæti með 8 stig. Það var því í takti við stöðuna í deildinni að Þór sigraði næsta örugglega, með 97…

Veita áfram afslátt af gatnagerðargjöldum

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar ákvað á fundi sínum á dögunum að framlengja tímabundinn 50% afslátt af gatnagerðargjöldum tiltekinna byggingarlóða íbúðarhúsa til ársloka 2026. Í samþykkt bæjarstjórnar kemur fram að tilgangurinn með afslættinum sé sá að stuðla að aukinni uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu. Nefnt er að síðustu ár hafi verið skortur á húsnæði og líkindi séu fyrir því…

Sítengd en aldrei aftengdari

Rætt við frú Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, um áhrif snjallsíma og samfélagsmiðla Það er notalegt andrúmsloft á Bessastöðum, þegar blaðamann Skessuhorns ber að garði. Fallegt húsið tekur vel á móti þér og ekki síður húsráðandinn; frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Tilefni heimsóknarinnar er að ræða málefni sem forsetinn hefur látið sig miklu varða; sífellt meiri…

Nýjasta blaðið