
Nýjustu fréttir


Innkalla kjúkling frá Matfugli
Matfugl hefur sent upplýsingar um innköllun á ferskum kjúkling vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur í samráð við Matvælastofnun innkallað vöruna. Eingöngu er verið að innkalla eina framleiðslulotu með rekjanleikanúmerinu 011-25-49-6-64 með tveimur pökkunardögum. Vörumerki: Ali og Bónus Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ Lotunúmer: 011-25-49-6-64 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar, kryddleginn heill fugl),…

Tómas spilaði fullkominn leik í keilunni
Í gær fór fram deildarleikur í annarri deild í keilu. Spilað var í keilusalnum við Vesturgötu á Akranesi. Ellefu lið spila í deildinni og þar af koma þrjú af Akranesi. Í gær kepptu ÍA-B og ÍA-C. Það fyrrnefnda bar sigur úr býtum, en það skipa þau Jóhanna Nína Karlsdóttir, Anton Kristjánsson og Tómas Freyr Garðarsson.…

Framsókn með leiðtogaprófkjör í Borgarbyggð
Á almennum félagsfundi í Framsóknarfélagi Borgarbyggðar í gærkvöldi var ákveðið að fram fari leiðtogaprófkjör um efsta sæti framboðslistans fyrir kosningarnar 16. maí. Valið stóð á milli þess eða uppstillingar á framboðslista. Kosning um oddvita mun fara fram laugardaginn 21. mars. Á fundinum var uppstillingarnefnd kosin og mun nú hefja störf. Viku eftir leiðtogaprófkjörið mun listinn…

Jöfnun atkvæðavægis fækkar röddum dreifðra byggða
Byggðarráð Borgarbyggðar telur að framundan sé mikið verk að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun í sátt við nærsamfélagið um land allt. Að mati ráðsins skjóti því skökku við að sett sé í forgang að fækka röddum hinna dreifðu byggða á Alþingi Íslendinga. Þetta kemur fram í umsögn ráðsins sem send verður í samráðsgátt stjórnvalda vegna áforma um…

Snæfellsbær kaupir raðhús til útleigu
Snæfellsbær hefur fest kaup á tveimur raðhúsum við Helluhól á Hellissandi. Þau eru ætluð til leigu fyrir íbúa sveitarfélagsins sem eru 60 ára og eldri. Húsin eru ný og bæði 122 fermetrar að stærð að meðtöldum innbyggðum bílskúr. Húsin eru fullbúin og standa nú íbúum til boða.

Hækka grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar
Velferðar- og fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar hefur lagt til við sveitarstjórn að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings verði hækkuð úr 241.103 krónum í 252.608 krónur eða um 4,77%. Eins og fram kemur í annarri frétt Skessuhorns hefur byggðarráð Borgarbyggðar lagt til að hliðstæð fjárhagsaðstoð í Borgarbyggð verði lækkuð í 200.000 krónur. Jafnframt kom fram að samkvæmt könnun var fjárhagsastoð…

Að viðurkenna mistök sín
Sigurður Guðmundsson

Bara ef það hentar mér?
Aníta Eir Einarsdóttir og Liv Åse Skarstad

Gleðilegt nýtt ár!
Haraldur Benediktsson

Nýártónleikar með Kór Akraneskirkju og Kalman tónlistarfélagi Akraness
Ingibjörg Ólafsdóttir

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025
Björn Snæbjörnsson




