Nýjustu fréttir

Öryggisforrit í síma lét vita af bílslysi

Öryggisforrit í síma lét vita af bílslysi

Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík í nótt eftir bílveltu í Dölum. Fréttavefur RUV greindi frá og vitnar þar til Ásmundar Kristins Ásmundssonar yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Hann segir mildi að ekki hafi farið verr. Bíllinn valt og endaði á hvolfi utan vegar. Þremenningarnir héldu af stað fótgangandi til byggða…

Sveit Guðmundar Vesturlandsmeistari í bridds

Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds var spilað í frístundamiðstöðinni við Garðavöll í gær. Það var sem fyrr Bridgesamband Vesturlands sem stóð að mótinu. Þátttaka var góð, 20 sveitir, en gestasveitir komu af höfuðborgarsvæðinu og af Ströndum. Mótið er því tvískipt. Í fyrsta sæti varð gestasveit Málningar með 93,18 stig af 120 mögulegum. Sveitina skipuðu þeir…

Bónusdeildin hefst að nýju eftir jólafrí í dag

Körfuknattleiksmenn tóku sér jólafrí frá keppni en í dag hefst alvaran að nýju þegar keppni hefst í Bónusdeild karla. Lið ÍA leggur land undir fót og spilar kl. 19:15 við lið Þórs í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Eftir ellefu umferðir í deildinni eru bæði liðið með sex stig en ÍA er í tíunda sæti…

Árétta að formlegt samstarf hafi ekki verið komið á um skammtímavistun

Vegna fréttar hér á vef Skessuhorns í gær, þar sem fjallað var um skammtímadvöl fatlaðra barna, vilja bæjarfulltrúarnir Kristinn Hallur Sveinsson og Einar Brandsson á Akranesi, sem jafnframt eru formaður og varaformaður velferðar- og mannréttindaráðs, koma eftirfarandi á framfæri: „Fulltrúar í velferðar- og mannréttindaráði Akraneskaupstaðar hafa um nokkurt skeið haft það að markmiði að koma…

Nýliðið ár það hlýjasta frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu. Það var Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna, sem tók þessar upplýsingar saman. Árið…

Fasteignamat eigna á Vesturlandi 870 milljarðar króna

Nýtt fasteignamat tók gildi um áramótin og urðu þar nokkrar breytingar eftir gerð og staðsetningu eigna. Að meðaltali hækkar fasteignamat á landinu öllu um 9,2% frá fyrra mati.  Áætlað heildarvirði fasteigna á landinu öllu er 17.300 milljarðar króna eða með öðrum orðum 17,3 billjónir króna. Af sveitarfélögum á Vesturlandi er fasteignamatið hæst á Akranesi rúmir…

Horfið frá samstarfi um skammtímadvöl fatlaðra barna

Meirihluti velferðar- og mannréttindaráðs Akraneskaupstaðar hefur hafnað að skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi um rekstur skammtímadvalar fyrir fötluð börn sem hefur verið í undirbúningi undanfarna mánuði. Áður hafði ráðið lýst jákvæðni gagnvart samstarfi um málið. Formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og bæjarfulltrúi á Akranesi trúir því að bæjarstjórn snúi ákvörðun ráðsins…

Nýjasta blaðið