Nýjustu fréttir

Húsafriðunarnefnd vill kanna mögulega friðun Landsbankahússins á Akranesi

Húsafriðunarnefnd vill kanna mögulega friðun Landsbankahússins á Akranesi

Húsafriðunarnefnd samþykkti á fundi sínum í síðasta mánuði að hvetja Minjastofnun til að afla upplýsinga um ástand hins svokallaða Landsbankahúss við Akratorg á Akranesi og efna til samtals um varðveislu hússins með mögulega friðlýsingu í huga. Málefni hússins hafa verið til umræðu á vettvangi Húsafriðunarnefndarinnar allt frá því að Minjastofnun barst bréf í september frá…

Hjörtur Ragnarsson er sjálfboðaliði ársins hjá GSÍ

Hjörtur Ragnarsson, félagi í Golfklúbbnum Jökli í Snæfellsbæ, hlaut á dögunum viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins 2025 hjá Golfsambandi Íslands. Afhendingin fór fram á golfþingi GSÍ 15. nóvember síðastliðinn og tók nafni Hjartar við viðurkenningunni í hans stað. Hjörtur hefur unnið í nær sex ár að því að koma nýjum golfvelli í Rifi á laggirnar. Í…

Boðar sameiningu þriggja stofnana

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra áformar að leggja fram á komandi vorþingi frumvarp þar sem lagt er til að Matvælastofnun, Fiskistofa og Verðlagsstofa skiptaverðs verði sameinaðar í eina stofnun. Frumvarpið gerir jafnframt ráð fyrir tilfærslu á verkefnum heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga til stofnunarinnar, hvað varðar eftirlit með matvælum. „Áform frumvarpsins eru í samræmi við áherslur sem birtast í…

Endurnýjun gangstétta heldur áfram

Framkvæmdir hafa verið í gangi í Grundarfirði í blíðviðrinu síðustu daga. Almenna umhverfisþjónustan hefur verið að vinna við endurnýjun gangstíga meðfram götum bæjarins þar sem verið er að breikka og fegra ásýnd.

Ætlar að sameina tvær stofnanir

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur mælt fyrir frumvarpi sem felur í sér að starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sameinist. Með sameiningunni verður allur ferillinn, frá skipulagi til fullbúins mannvirkis, á höndum einnar stofnunar. Um 150 manns starfa hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á þremur stöðum á landinu og 25 manns hjá Skipulagsstofnun. Lagt er til að starfsemin verði sameinuð þannig að verkefni Skipulagsstofnunar renni inn í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun…

Þórður Tryggvi ráðinn hafnarstjóri Snæfellsbæjar

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að ráða Þórð Tryggva Stefánsson í stöðu hafnarstjóra Snæfellsbæjar. Tólf umsóknir bárust um stöðuna og naut bæjarstjórn meðal annars aðstoðar Hagvangs í ráðningarferlinu. Fimm voru að loknu mati á umsækjendum boðaðir í ráðningarviðtal hjá ráðningarnefnd Snæfellsbæjar en einn þeirra dró umsókn sína til baka áður en…

Lionsmenn undirbúa að setja upp ljós í kirkjugarðinum

Að venju verður Lionsklúbbur Akraness með útleigu á ljósakrossum í kirkjugarðinum í Görðum nú í byrjun aðventunnar. Þetta verkefni og stuðningur almennings við það hefur gert Lionsmönnum kleift að styðja við bakið á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og fleiri verkefni. Að þessu ári gaf klúbbúrinn til dæmis HVE vaktara með hjartalínuriti og súrefnismettunarmæli ætlað til…

Nýjasta blaðið