
Nýjustu fréttir


Borgarbyggð vill skoða útgreiðslu eigin fjár Sorpurðunar Vesturlands
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að beina því til stjórnar Sorpurðunar Vesturlands að skoða möguleika þess að greiða umfram eigið fé fyrirtækisins til eigenda þess og/eða móta stefnu í þá veruna. Samþykktin kom í kjölfar umfjöllunar ráðsins um rekstraráætlun Sorpurðunar Vesturlands fyrir árin 2025-2027 ásamt gjaldskrá fyrirtækisins fyrir árið 2026.…

Vegagerðin varar við hálku þegar líður á daginn
„Framundan eru krefjandi aðstæður með ísingu og hálku. Nú eru skil með bleytu á leið austur yfir landið og í kjölfar þeirra léttir til og kólnar þá vegyfirborð vega aftur niður að frostmarki með glæraísingu enn og aftur. Vestantil á landinu eftir miðjan daginn, og austantil í kvöld og nótt,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Gylfi og Magnús sigurvegarar í aðaltvímenningi BB
Í gærkvöldi lauk aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar í Logalandi. Keppnin var fjögurra kvölda en árangur þriggja bestu kvölda gilti til verðlauna. Eftir drengilega baráttu urðu úrslit þau að Gylfi Sveinsson og Magnús Magnússon báru sigur úr býtum með 62,11% skori. Í öðru sæti urðu Jón Eyjólfsson og Heiðar Árni Baldursson með 57,35%, í þriðja sæti Gísli…

Norðurál tilkynnir Orkuveitunni um greiðslufall raforkureikninga
Norðurál á Grundartanga hefur tilkynnt Orkuveitu Reykjavíkur um að greiðslufall verði af hálfu fyrirtækisins vegna endurtekinna bilana í álveri þess á Grundartanga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Orkuveitan hefur sent frá sér. Í kjölfarið hefur Orkuveitan breytt fjárhagsspá fyrirtækisins á þann veg að reiknað er með um einum milljarði lægri rekstrarhagnaði á yfirstandandi ári…

Slakara arnarvarp en undanfarin tvö ár
Í sumar urpu að minnsta kosti 60 arnarpör en einungis er hægt að staðfesta að 36 þeirra hafi komið upp ungum. Þetta er niðurstaða af vöktun arnarins sem unnin er af Náttúrfræðistofnun í samstarfi við Náttúrustofu Vesturlands, Háskóla Íslands og heimamenn. Í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun kemur fram að í ár hafi 102 óðöl verið heimsótt…

Lokun 2G og 3G getur torveldað samband við 112
Fjarskiptastofa hefur gerið út leiðbeiningar til fjarskiptafyrirtækja til þess að koma í veg fyrir hugsanlega hnökra á því að almenningur geti hringt í Neyðarlínuna 112 þegar slökkt er á 2G og 3G farsímakerfunum. Fjarskiptastofa hefur umsjón með fjarskiptum á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í því að tryggja að fjarskiptakerfi landsins séu örugg, áreiðanleg og tilbúin…

Roðagyllum heiminn gegn stafrænu kynbundnu ofbeldi
Ingibjörg Ólafsdóttir

Sameining Dalabyggðar og Húnaþings vestra frá mínum bæjardyrum séð
Þorgrímur Einar Guðbjartsson

Sameining Dalabyggðar og Húnaþings vestra
Margrét Guðmundsdóttir

Hví grátið þið lungu Breiðafjarðar
Stefán Skafti Steinólfsson

Tákn um trú á framtíðina
Guðveig Lind Eyglóardóttir

Krónan er góð – spurningin er bara, fyrir hverja?
Guðsteinn Einarsson
Nýjasta blaðið

24. október 2025 fæddist drengur

13. nóvember 2025 fæddist drengur

9. október 2025 fæddist drengur




