Nýjustu fréttir

Rafræn klippikort við Ennisbraut í Ólafsvík

Rafræn klippikort við Ennisbraut í Ólafsvík

Frá nýliðnum mánaðamótum var byrjað að nota rafræn klippikort við móttöku sorps á móttökustöð Snæfellsbæjar við Ennisbraut í Ólafsvík. Rafræna kortið veitir aðgang að móttökustöðinni og mun hver fasteigna- og sumarhúsaeigandi í sveitarfélaginu, sem greiðir sorphirðugjald, fá 12 eininga rafrænt kort til að nota yfir árið. Um leið fellur komugjald á sorpmóttökustöðina niður, en fram…

Varað við svikapóstum í nafni dómsmálaráðuneytis og lögreglu

„Embætti ríkislögreglustjóra hafa borist tilkynningar um tölvupóst þar sem lögreglan og dómsmálaráðuneytið eru ranglega titluð sem sendandi og skilaboðin sögð varða dómsmál. Í tölvupóstinum er talað um dómsmál vegna netbrota og er nafn fyrrverandi ríkislögreglustjóra notað sem sendandi skilaboðanna í nafni ríkislögreglustjóra, lögreglu og dómsmálaráðuneytisins,“ segir í tilkynningu. „Við vekjum athygli á því að skilaboðin…

Grásleppuveiðar hafnar norðanlands enda verð í hæstu hæðum

Grásleppuveiðar hófust fyrr í mánuðinum fyrir norðan land. Það er mjög óvenjulegt en skapast annars vegar af veðurfari og hins vegar og síðast en ekki síst af markaðslögmálum. Samkvæmt aflatölum frá Fiskistofu hefur fyrsti grásleppubáturinn, Magnús Jón ÓF-14 landað á Ólafsfirði á þrettándanum. Síðan hafa þrír aðrir bátar hafið veiðar og landað á Siglufirði, Ólafsfirði,…

Venus landar kolmunna á Akranesi

Eftir góðar fréttir af stórauknum loðnukvóta í vikunni tóku hjörtu Skagamanna óneitanlega kipp þegar nótaskip Brims, Venus NS-150, sigldi drekkhlaðinn inn til Akraneshafnar í vetrarblíðunni í morgun. Ekki var það þó aflinn loðna að þessu sinni heldur fullfermi af kolmunna sem fer til bræðslu í verksmiðju Brims á Akranesi.

Afturelding lagði ÍA í Lengjudeildinni

Með hækkandi sól hefjast vetrarmótin í knattspyrnu. Lið ÍA hóf keppni í A-deild Lengjudeildar karla í gærkvöldi þegar liðið tók á móti Aftureldingu i Akraneshöllinni. Skemmst er frá því að segja að Afturelding hafði betur í leiknum og skoraði tvö mörg gegn einu marki heimamanna sem Rúnar Már Sigurjónsson skoraði. Liðin leika í riðli 2…

KR með öruggan sigur á ÍA

Lið ÍA og KR mættust í sextándu umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í AvAir höllinni í gærkvöldi. Fyrir leikinn var lið KR um miðja deild með 16 stig en lið ÍA í því neðsta með 6 stig. KR mætti ákveðnara til leiks og náði frumkvæði strax í upphafi. Forysta þeirra náði mest þrettán stigum…

Göngubrú yfir Fitjaá í undirbúningi

Sumarhúsafélagið á Fitjum í Skorradal hefur undanfarin misseri unnið að undirbúnings- og hugmyndavinnu vegna möglegrar uppbyggingar gönguleiða í botni Skorradals innan Fitja og Vatnshorns. Meðal þess sem verkefnið felur í sér er að reist verði göngubrú yfir Fitjaá á þeim  stað sem Síldarmannagötur lágu til forna yfir ána. Sumarhúsafélagið hefur óskað eftir afstöðu Skorradalshrepps til…

Nýjasta blaðið