Nýjustu fréttir

Bæjarráð skorar á stjórnvöld að fá ákvörðun ESB hnekkt

Bæjarráð skorar á stjórnvöld að fá ákvörðun ESB hnekkt

Á fund bæjarráðs Akraneskaupstaðar síðastliðinn fimmtudag kom sem gestur Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri Elkem Íslands og fór yfir stöðu fyrirtækisins í kjölfar verndartolla ESB. Í kjölfar heimsóknarinnar samþykkti bæjarráð eftirfarandi bókun: „Bæjarráð Akraneskaupstaðar lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á framleiðslu Elkem á Grundartanga. Bæjarráð skorar á stjórnvöld að vinna áfram af…

Skallagrímur vann en Snæfell tapaði

Sjöunda umferð 1. deildar karla í körfuknattleik fór fram á föstudaginn. Skallagrímsmenn fengu botnlið Þórs frá Akureyri í heimsókn. Gestirnir fóru betur af stað í leiknum og að loknum fyrsta leikhluta voru þeir yfir með 22 stigum gegn 19 stigum heimamanna. Í öðrum leikhluta náðu heimamenn að klóra aðeins í bakkann en voru samt einu…

Risa hængur úr Haffjarðará leggur inn í sviljabanka

Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur greinir frá athyglisverðri tilraunaveiði á FB síðu sinni. Hann var nýverið við rannsóknarveiðar í Haffjarðará á Snæfellsnesi. Í búrið veiddi hann sannkallaðan risalax; 105 cm langan hæng og 50 cm í utanmál. „Ég áætla að þetta sé stærsti Atlantshafslax sem veiðst hefur í háf,“ skrifar Jóhannes og heldur áfram: „Hængur sá var…

Undur Snæfellsjökulsþjóðgarðs er ný grunnsýning á Hellissandi

Vel var mætt í Þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi síðastliðinn laugardag en þá var formleg opnun nýrrar grunnsýningar. Nefnist sýningin Undur Snæfellsjökulsþjóðgarðs. Opnun sýningarinnar markar tímamót í starfi þjóðgarðsins. Gestir hlýddu á erindi og söng Skólakórs Snæfellsbæjar. „Við bjóðum öll hjartanlega velkomin í heimsókn til okkar alla daga þar sem starfsfólk þjóðgarðsins tekur vel á móti ykkur,“…

Göngufólki bjargað úr sjálfheldu á tveimur stöðum í gær

Síðdegis í gær bárust björgunarsveitum á Vesturlandi útköll vegna fólks sem hafði lagt í fjallgöngur og lent í vandræðum á tveimur fjöllum á svipuðum tíma. Rétt um þrjúleytið voru björgunarsveitir í Borgarfirði og Akranesi kallaðar út vegna tveggja göngumanna sem lagt höfðu á Skessuhorn. Um þrjátíu mínútum síðar voru svo björgunarsveitir af Snæfellsnesi kallaðar út…

Fjölbrautaskóli Vesturlands talvert innan fjárheimilda

Á tímum síbylju um framúrkeyrslu opinberra stofnana í fjárheimildum sínum vekur það óneitanlega talsverða athygli þegar dæmi sjást um hið gagnstæða. Mennta- og barnamálaráðuneytið sendi á dögunum fjárlaganefnd Alþingis svör við nokkrum spurningum nefndarinnar um fjármál framhaldssskóla. Meðal þess sem nefndin óskaði svara við var yfirlit yfir stöðu framhaldsskólanna gagnvart fjárheimildum áranna 2023-2024. Á árinu…

Og vóðu blámans hyl

Hann Vilhjálmur Hjörleifsson á Varmalandi var í gærkveldi á heimleið úr höfuðborginni. Kominn út í dulúðugt myrkur dreifbýlisins kviknuðu allt í einu Norðurljós á himni og náði Villi þessari bráðgóðu mynd úr ökumannssætinu. Hann rifjar upp kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum: Þá kviknaði allt í einu snöggt á undralampans kveik. Og sjá, hin björtu blysin…

Nýjasta blaðið