
Nýjustu fréttir


Helstu vegaframkvæmdir á Vesturlandi seint á tímabili áætlunar
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti í morgun nýja samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 og stofnun innviðafélags um stærri samgönguframkvæmdir. Hlutverk innviðafélags verður að hraða fjárfestingum í þjóðhagslega mikilvægum samgöngumannvirkjum meðal annars jarðgöngum en stefnt er að því að undirbúningur við næstu jarðgöng hefjist á þessu ári og líkt og kom fram í frétt Skessuhorns fyrr í dag…

Elín Þóra Geirsdóttir er listamaður mánaðarins
Það er myndlistarkonan Elín Þóra Geirsdóttir á Akranesi sem er listamaður desembermánaðar hjá Listfélagi Akraness. Málverk eftir hana eru nú sýnd í Kallabakaríi við Innnesveg og verða þar út mánuðinn. Blaðamaður Skessuhorns hitti Elínu Þóru þegar hún var að hengja upp myndir sínar í morgun, en formleg opnun sýningarinnar er á laugardaginn. Listfélag Akraness var…

Pinninn kitlaður
Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af 30 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í liðinni viku. Auk þess voru yfir 700 ökumenn myndaðir með færanlegri hraðamyndavél embættisins. Einn ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og tveir grunaðir um ölvun við akstur. Tíu voru kærðir fyrir símanotkun við aksturinn.

Skipan raflínunefndar kærð til úrskurðarnefndar
Hópur landeigenda í Borgarfirði hefur kært til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun félags- og húsnæðismálaráðherra að heimila samkvæmt beiðni Landsnets að skipa raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Flestir eru þeir eigendur jarða og fasteigna á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði fyrirhugaðrar línulagnar. Krefjast landeigendur þess að ákvörðunin verði felld úr gildi. Landsnet óskaði eftir skipan nefndarinnar í júní…

Hvalfjarðargöng II í biðflokk
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra tilkynnti rétt í þessu forgangsröðun í jarðgangagerð á næstu árum. Fljótagöng eru nú efst í forgangsröð jarðganga. Í öðru til þriðja sæti eru Fjarðagöng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og þaðan til Norðfjarðar og Súðavíkurgöng á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar. Í fjórða sæti eru göng um Mikladal og Hálfdán sem tengja saman Patreksfjörð,…

Þekkt hús til sölu á Akranesi
Á dögunum var Vesturgata 57 á Akranesi auglýst til sölu. Nú ganga hús á Akranesi kaupum og sölum á hverjum degi án þess að það rati í fjölmiðla. En Vesturgata 57 er ekkert venjulegt hús ekki síst vegna stærðarinnar og miklu heldur vegna þess að þar hefur verið rekin rakarastofa samfellt frá árinu 1937 eða…

Sterkari saman – sameiningin skiptir máli
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands
Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir

Barnó 2025 er lokið!
Sigursteinn Sigurðsson

EES og ESB – spurningar um hagsmunamat
Jóhannes Finnur Halldórsson

Kjarninn og hismið
Magnús Magnússon




