Nýjustu fréttir

„Framtíðin er björt“

„Framtíðin er björt“

Sigríður Lára kveður brátt Heiðarskóla eftir 33 ára starf Sigríður Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, stendur á tímamótum. Ferill hennar við skólann spannar rúmlega þrjá áratugi. Hún kom fyrst í Heiðarskóla árið 1992, nýútskrifuð úr kennaranámi, og hefur síðan fylgt þremur kynslóðum nemenda í gegnum skólagöngu þeirra, uppbyggingu skólans í nútímalega menntastofnun og ótal…

Dagbjört Líf að gera það gott í ameríska háskólaboltanum

Knattspyrnukonan Dagbjört Líf Guðmundsdóttir frá Akranesi er að gera það gott í ameríska fótboltanum. Hún er fædd 2004 og spilaði í sumar með ÍA. Dagbjört Líf hefur náð einstökum árangri á sínu þriðja ári ytra. Hún stundar nám í sálfræði við University of Science and Arts of Oklahoma ásamt því að vera fyrirliði fótboltaliðs skólans.…

Að læra að búa við sjóinn

Rætt við Guðrúnu Kristjánsdóttur og Ævar Kjartansson sem hafa fest rætur á Skarðsströnd í Dölum Á landræmu upp af sjónum, undir Nípurhyrnu með sín Mávabjörg, stendur bærinn Heinaberg. Náttúran skartar sínu fegursta á þessum slóðum, fyrir neðan bæinn er myndarlegur stuðlabergshamar og sjórinn, með sínum kvika öldugangi sem ýmist gælir við eyjar og sker eða…

Hagmæltur safnari á Hellissandi

Rætt við Ómar Lúðvíksson um sönginn, lífið og útsýnið við Ástarbrautina Ómar Lúðvíksson er kominn á eftirlaun, en það er þó sjaldnast dauð stund hjá honum. Það er meira en að segja það að finna tíma til að hitta á hann yfir kaffispjalli, kórastarf á huga hans allan og þegar Skessuhorn ber að garði er…

Brýtur hefðirnar eftir fjórar kynslóðir kaupmanna

Kaupkonunni Oddnýju Þórunni Bragadóttur er margt til lista lagt. Verslunarrekstur er henni í blóð borinn, en hún lætur það ekki duga eitt og sér. Hún þarf meira og með dyggri aðstoð huldukonu og íslenskrar náttúru hefur hún látið það verða að veruleika. Kaupakonunni Oddnýju Þórunni Bragadóttur er margt til lista lagt. Verslunarrekstur er henni í…

Jólakveðja úr Hvalfjarðarsveit

Hefðirnar lifa Ég hef alltaf verið mikið jólabarn, en í mínum huga eru jólin líka fyrst og fremst hátíð barnanna, bæði þeirra sem eru á barnsaldri og barnanna innra með okkur sem erum orðin fullorðin í árum talið. Í minningunni voru jólin hjá mömmu og pabba alltaf svo dásamleg. Það var bara einhver jólaandi sem…

Jólakveðja úr Snæfellsbæ

Í aðdraganda aðventu Þegar þetta er skrifað er úti hávaðarok að suðaustan, skýjað og lítilsháttar rigning. Það er sjö stiga hiti úti og lítið, veðurfarslega séð, sem minnir á að fyrsta helgi í aðventu sé eftir rétt rúma viku. Rökkrið minnir samt á að jólahátíðin nálgast. Jólaljósin í húsum bæjarins minna líka á aðventuna, þeim…

Nýjasta blaðið