Nýjustu fréttir

Gátlisti til eflingar fjölbreytni í sveitarstjórnum

Gátlisti til eflingar fjölbreytni í sveitarstjórnum

Jafnréttisstofa hefur gefið út nýjan gátlista sem miðar, að sögn Jafnréttisstofu, að því að styðja sveitarstjórnir í að efla fjölbreytni og inngildingu í stjórnsýslunni. Fram kemur á heimasíðu Jafnréttisstofu að íslenskt samfélag einkennist af fjölbreytileika; „en sú fjölbreytni endurspeglast enn ekki nægilega í samsetningu sveitarstjórna né í ákvarðanatöku þeirra,“ segir orðrétt. Gátlistinn byggir á fimm…

Cruise Iceland heimsótti Snæfellsnes

Sigurður Jökull Ólafsson framkvæmdastjóri Cruise Iceland var á ferð um Snæfellsnes miðvikudaginn 15. október síðastliðinn. Tilgangur heimsóknarinnar var að ræða við félagsmenn í Cruise Iceland og fara yfir nýjustu vendingar varðandi innviðagjald á skemmtiferðaskip og afnám tollfrelsis á skemmtiferðaskip í hringsiglingum. Eins og kunnugt er hefur innviðagjald sem ríkisstjórnin hefur boðað dregið úr bókunum skemmtiferðaskipa…

Pósturinn afnemur öll afsláttarkjör til stórnotenda

Á heimasíðu Íslandspósts má nú lesa svohljóðandi tilkynningu: „Frá og með 1. desember 2025 mun Pósturinn fella úr gildi öll afsláttarkjör á 0-2.000 gramma bréfum innanlands.“ Hún lætur ekki mikið yfir sér þessi tilkynning en mun engu að síður hafa afgerandi þýðingu fyrir alla sem senda til dæmis magnpóst til áskrifenda, þ.e. fleiri en 100…

Við slit Fiskifélagsins var Slysavarnaskóli sjómanna styrktur

Við lok ársþings Sjómannasambands Íslands síðastliðinn föstudag færði Sjómannasambandið, Félag skipstjórnarmanna og Félag vélstjóra og málmtæknimanna Slysavarnaskóla sjómanna 25 milljónir króna að gjöf til kaupa á búnaði fyrir skólann. Gjöfin er hluti félaganna í Fiskifélagi Íslands, sem var formlega slitið í júní á þessu ári og var upphæðin að stærstum hluta komin til vegna sölu…

ASÍ telur frumvarp um atvinnuleysistryggingar gerræðislegt

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra birti fyrir nokkru í samráðgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir. Meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til í frumvarpinu er að stytta um tólf mánuði hámkarkslengd þess tímabils sem atvinnuleysistryggingar eru greiddar. Nú er það tímabil 30 mánuðir en verður, ef…

Borgarbyggð og Festir vinna saman í Brákarey

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur falið Stefáni Brodda Guðjónssyni sveitarstjóra að fullvinna drög að áframhaldandi samstarfi sveitarfélagsins við Festir ehf. í Reykjavík um vinnu við nýtt deiliskipulag í Brákarey og undirbúning uppbyggingar á grundvelli þess. Það var á árinu 2024 sem samstarfið hófst á grundvelli rammaskipulags sem unnið var af Festi í samstarfi við sveitarfélagið. Á fundi…

Gísli Eyjólfsson til liðs við ÍA

Gísli Eyjólfsson hefur samið við Knattspyrnufélag ÍA um að spila með félaginu næstu þrjú árin. Sögusagnir hafa verið á kreiki síðustu daga um þessi félagaskipti en nú liggja þau fyrir. Gísli hefur undanfarið verið á samningi hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Halmstad og var laus allra mála og kemur því á frjálsri sölu til ÍA. Gísli á…

Nýjasta blaðið