Nýjustu fréttir

FVA mun keppa í sjónvarpshluta Gettu betur

FVA mun keppa í sjónvarpshluta Gettu betur

Fjórir skólar eru komnir áfram í sjónvarpskeppni Gettu betur á RUV sem hefst 26. febrúar. Á morgun, miðvikudag, kemur í ljós hvaða fjórir skólar til viðbótar bætast í hópinn. Nú hafa tryggt sér þátttöku í sjónvarpshluta þáttanna; Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Menntaskólinn á Egilsstöðum og lið Fjölbrautaskóla Vesturlands. Skagafólkið sigraði lið Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu…

Landbúnaður og stóriðja skilja eftir sig stærstu kolefnissporin

Út er komin skýrslan Kolefnisspor Vesturlands 2024 sem unnin var af Environice ehf. fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Skýrslan er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar; “Flokkun í anda ringrásarhagkerfis”. Í skýrslunni er að finna endurmat og uppfærslu á fyrri útreikningum sem Environice vann fyrir SSV á árunum 2020-2021. „Meginniðurstaða skýrslunnar er að samanlagt kolefnisspor svæðisins árið…

Lista- og menningarsjóður veitir styrki

Lista- og menningarsjóður Stykkihólms hefur veitt fjóra styrki til lista- og menningarmála en auglýst var eftir umsóknum úr sjóðnum fyrir nokkru. Listafélagið Grímnir hlýtur styrk að fjárhæð 300 þúsund krónur vegna leiklistarnámskeiðs sem leikfélagið hyggst halda í Stykkishólmi. Þá hlaut Ingibjörg Fríða Helgadóttir 100 þúsund króna styrk vegna jazztónleika á Hræðilegri helgi í Hólminum sem…

Snæfellsbær endurskoðar menntastefnu sveitarfélagsins

Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun menntastefnu Snæfellsbæjar en fræðslunefnd sveitarfélagsins ákvað síðastliðið haust að hefja slíka vinnu. Núgildandi stefna var mótuð árið 2010 og þarfnast að mati nefndarinnar endurskoðunar. Bæjarstjórn staðfesti þá ákvörðun í nóvember og veitti nefndinni heimild til að ráðst í verkið. Nú hefur verið skipaður stýrihópur um verkefnið og ráðinn verkefnastjóri…

Alma og Hafþór Ingi ráðin í tvö laus störf

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýstu nýverið eftir tveimur starfsmönnum. Annars vegar var auglýst eftir verkefnisstjóra fjármála og Uppbyggingarsjóðs og hins vegar eftir verkefnisstjóra miðlunar og markaðsmála. Alls bárust ellefu umsóknir um starf verkefnisstjóra fjármála og Uppbyggingarsjóðs og 27 umsóknir um starf verkefnisstjóra miðlunar og markaðsmála. Hagvangur hélt utan um ráðningarferlið fyrir SSV. Alma Auðunsdóttir var…

Gefa út reglur um meðhöndlun þorramatar á blótum

Þorrinn gengur í garð á föstudaginn. Þorrablót hafa nú þegar verið haldin á nokkrum stöðum, en framundan er vertíðin þegar tugþúsundir Íslendinga setjast við veisluborð og leggja sér til munns mat sem framleiddur er eftir aldagamalli venju. Matvælastofnun hefur í ljósi atvika undanfarin ár, þar sem matareitrun hefur tengst þorrablótum, sent frá sér leiðbeinandi ráðleggingar…

Blóði safnað á Akranesi í dag

Blóðbankabíllinn verður staddur við Stillholt 16-18 á Akranesi í dag frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.

Nýjasta blaðið