Nýjustu fréttir

Alexandra Björg er Íþróttamaður Grundarfjarðar 2025

Alexandra Björg er Íþróttamaður Grundarfjarðar 2025

Á gamlársdag var val á íþróttamanni Grundarfjarðar gert opinbert. Þar var Alexandra Björg Andradóttir blakari valin annað árið í röð en hún hlaut þessa nafnbót einnig fyrir ári síðan. Alexandra var ekki heima þegar athöfnin var en tók við verðlaununum fimmtudaginn 8. janúar síðastliðinn en þá hafði hún nokkra daga í Grundarfirði áður en hún…

Húsfyllir á skemmtun Söngbræðra í Þinghamri

Óhætt er að segja að karlakórinn Söngbræður njóti sífelldra vinsælda þótt kominn sé fast að fimmtugu. Ár eftir ár hefur kórinn fyllt þau félagsheimili sem leigð hafa verið undir sviða- og hrossakjötsveislu ásamt söngskemmtun í byrjun árs. Undanfarin ár hefur skemmtunin farið fram í Þinghamri á Varmalandi sem er stærsta félagsheimilið í héraðinu. Uppselt var…

Hlaup aldrei vinsælli á Íslandi

Hlaup á Íslandi hafa vaxið hratt á undanförnum árum og árið 2025 markaði tímamót í þátttöku í skipulögðum hlaupaviðburðum víðsvegar um landið. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu; Hlaupárið 2025, sem gefin er út af hlaupadagskra.is. Samkvæmt skýrslunni voru skráningar í skipulögð hlaup yfir 45 þúsund árið 2025. Það jafngildir 61% aukningu frá árinu 2023,…

Bandaríkjamenn tæpur þriðjungur ferðamanna

Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem til Íslands komu á síðasta ári um Keflavíkurflugvöll. Samtals komu til landsins þá leiðina 2,25 milljónir erlendra farþega og voru Bandríkjamenn 635.875 eða 29% af heildinni. Þetta kemur fram í tölum frá Ferðamálastofu. Bretar voru næstfjölmennastir eða 233 þúsund eða 10,3% af heildinni og þar á…

Samningar á lokastigi við landeigendur um nýtt vatn fyrir Grábrókarveitu

Í tilkynningu sem var að berast frá Veitum koma fram nýjar upplýsingar sem snerta Gráborgarveitu og slök vatnsgæði í henni. Kemur þetta í kjölfar fréttar hér á vefnum fyrr í dag þar sem fjallað var um íbúafund í gærkvöldi. Þessar upplýsingar komu ekki fram á íbúafundinum í gær. Í tilkynningu segir: „Við erum langt komin…

Nýtt og fróðlegt mælaborð Raforkuvísa

Raforkueftirlitið hefur tekið í notkun nýtt sjálfvirkt mælaborð Raforkuvísa sem markar tímamóti í framsetningu upplýsinga að því er kemur fram á vef Umhverfis- og orkustofnunar. Með mælaborðinu birtast nýjar upplýsingar mun tíðar, yfirsýn yfir breytingar og þróun eykst til muna og styður þessi breyting við raforkumarkaðinn, almenning og stjórnvöld með gagnsærri framsetningu. Í fyrsta sinn…

Skapandi greinar efla samfélagslega seiglu á landsbyggðinni

Ný fræðigrein eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur við Háskólann á Bifröst, í samstarfi við Nancy Duxbury og Silvia Silva, hefur verið birt í alþjóðlega tímaritinu Frontiers in Communication. Greinin varpar ljósi á mikilvægt hlutverk menningar- og skapandi aðila á landsbyggðinni og hvernig starf þeirra getur eflt samfélagslega, menningarlega og efnahagslega seiglu staða og svæða. Í samantekt…

Nýjasta blaðið