Nýjustu fréttir

Hvalfjarðarsveit hafnar beiðni Akraness en ákveður viðhorfskönnun

Hvalfjarðarsveit hafnar beiðni Akraness en ákveður viðhorfskönnun

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að verða ekki við beiðni Akraneskaupstaðar um að efna til óháðrar úttektar á sameiningarkostum sveitarfélaganna tveggja. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi 14.október að óska eftir því við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að ráðist verði í könnun á kostum og göllum sameiningar Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Í samþykkt sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar…

Borgarnes og Dalvík einu þéttbýlin sem grófhreinsa nægilega skólp

Borgarnes og Dalvík eru einu þéttbýlin á landinu sem uppfylla kröfur um hreinsun samkvæmt reglugerð um fráveitur og skólp. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfis- og orkustofnunar um stöðu fráveitumála á Íslandi fyrir árið 2024. Skýrslan nær til 29 þéttbýla sem losa um eða yfir 2.000 svokallaðar persónueiningar eða um 90% af íbúafjölda á…

Lionsmenn undirbúa að setja upp ljós í kirkjugarðinum

Að venju verður Lionsklúbbur Akraness með útleigu á ljósakrossum í kirkjugarðinum í Görðum nú í byrjun aðventunnar. Þetta verkefni og stuðningur almennings við það hefur gert Lionsmönnum kleift að styðja við bakið á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og fleiri verkefni. Að þessu ári gaf klúbbúrinn til dæmis HVE vaktara með hjartalínuriti og súrefnismettunarmæli ætlað til…

Af umferð liðinnar viku

Í vikunni sem leið voru 37 kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Á hraðamyndavélabifreið embættisins voru auk þess teknar myndir af 371 ökumanni sem ók of hratt. Af þessum 371 ökumönnum voru einnig þrír þeirra að nota farsíma við akstur. Einn var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur og tveir stöðvaðir…

Miðflokkurinn stefnir á framboð í vor

Þingmenn Miðflokksins hafa að undanförnu verið á ferð um landið, stappað stálinu í félagsmenn sína og stofnað nýjar deildir. Nýverið fór fram auka aðalfundur Miðflokksdeildar á Akranesi og stofnfundur var haldinn í Borgarbyggð síðastliðinn laugardag. Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður flokksins í kjördæminu segir í samtali við Skessuhorn að með þessu sé verið að undirbúa væntanleg framboð…

Orkuveitan ekki með greiðslufallstryggingu líkt og Landsvirkjun

Orkuveita Reykjavíkur er ekki með greiðslufallstryggingu líkt og Landsvirkjun er bætir fjártjón þegar greiðslufall verður hjá viðskiptavinum. Í frétt Skessuhorns í gær kom fram að Norðurál á Grundartanga hefði tilkynnt Landsvirkjun líkt og Orkuveitu Reykjavíkur að greiðslufall yrði vegna þeirrar orku sem fyrirtækið getur ekki nýtt næstu mánuði vegna bilunar í rafbúnaði. Ljóst er að…

Sólarhringsvakt á suðursvæði lögreglunnar

Sunnudaginn 16. nóvember síðastliðinn hófst að nýju sólarhringsvakt hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Þýðir það að sólarhringsvakt er á suðursvæði embættisins, þ.e. Akranesi og Borgarnesi.

Nýjasta blaðið