Nýjustu fréttir

Unnið að stofnun viðbragðssveitar þegar válegir atburðir verða

Heilbrigðisráðherra hefur stofnað undirbúningshóp sem ætlað er að koma á fót EMT (Emergency Medical Team) viðbragðssveit hér á landi. Ákvörðun um stofnun hópsins er tekin að undangengnu samráði í ríkisstjórn. EMT viðbragðssveitir eru virkjaðar ef válegir atburðir eiga sér stað sem valda almannavarnaástandi, svo sem vegna stórra hópslysa, farsótta, hópsýkinga eða náttúruhamfara. Þær eru mannaðar…

Æfir Bugsy Malone í Þjóðleikhúsinu og er á næturvöktum í Olís

Borgnesingurinn Bjarni Freyr Gunnarsson er þessa dagana að æfa fyrir söngleikinn Bugsy Malone, en verkið verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 4. apríl. Blaðamaður Skessuhorns hitti Bjarna á Kaffi Kyrrð í Borgarnesi og spjallaði stuttlega við hann. „Við erum búin að vera að æfa mikið síðustu vikur og nú tekur við mikil æfingatörn, þar sem æfingar…

Íslenska gámafélagið lægst í útboði sorpþjónustu í Grundarfirði

Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar föstudaginn 22. mars voru sorpmál á dagskrá fundarins. Eftir yfirferð og úrvinnslu tilboða í útboði sorpþjónustu hjá Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ í desember/janúar sl. var öllum tilboðum hafnað, sbr. fund bæjarstjórnar 16. febrúar sl. Nýtt hraðútboð var sett af stað, þar sem sama útboð var endurtekið með örlítið breyttum forsendum og styttri…

Helga Þórisdóttir býður sig fram til forseta

Helga Þórisdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Persónuverndar undanfarin rúm átta ár, tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að hún ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. „Mín áhersluatriði sem forseti eru fyrst og fremst að vera þjónn fólksins í landinu – og vera fremst í flokki við að styðja við alla landsmenn.…

Vaskur hópur á morgungöngu

Í morgun mætti þessi hópur í morgungöngu á vegum FEBAN á Akranesi. Göngugarparnir fara í viku hverri í ferðir vítt og breitt um heimabæinn og eru í fantaformi. Að þessu sinni var gert vel við mannskapinn, gengið stutt en að því loknu komið við í Kallabakaríi. Veðrið lék við fólkið eins og sjá má, en…

Þórður Guðjónsson fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Á fundi bæjarstjórnar Akraness í gær kom fram að skipa þarf nýjan varamann Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn í stað Sigríðar Elínar Sigurðardóttur sem flutt hefur úr sveitarfélaginu. Sigríður Elín er varamaður í skóla- og frístundaráði og var lagt til að Ragnheiður Helgadóttir yrði varamaður í hennar stað og var það samþykkt. Anna María Þráinsdóttir afþakkaði að…

Frystihúsið enduropnað og nú Costa kaffibar að auki – Opnunarhátíð á skírdag

Ísbúðin Frystihúsið við Akratorg á Akranesi hefur nú farið í gegnum endurbætur og framkvæmdir frá því í desember, en verður enduropnað um páskana. Auk íssölu verður nú aukin áhersla lögð á sölu á kaffi og öðrum veitingum, því Costa kaffi verður hluti af rekstrinum. Kaffiunnendur geta því glaðst. Freyr Líndal Sævarsson er nýr rekstraraðili og…

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið