
Minigolfverðlaunahafar og að minnsta kosti einn frá Grundarfirði. Ljósm. sk
Grundfirðingar á Gran Canaria
Á eyjunni Gran Canaria hafa nokkrir vaskir Grundfirðingar viðveru yfir veturinn. Sumir í nokkrar vikur, aðrir í marga mánuði. Flestir eru á ensku ströndinni því þar er mesta Íslendingafélagslífið. Nóg er af afþreyingu þar því það þarf að spila minigolf og spila félagsvist og bridge og Kínaskák og bingó og fara í keilu og dansa línudans og svo drífur fólk sig í prjónahitting og hefur ekki eingöngu íslenskan lopa á prjónunum því hann er oft of heitur.