
Stjórnsýsluhús Hvalfjarðarsveitar. Ljósm. mm
Hvalfjarðarsveit hafnar beiðni Akraness en ákveður viðhorfskönnun
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að verða ekki við beiðni Akraneskaupstaðar um að efna til óháðrar úttektar á sameiningarkostum sveitarfélaganna tveggja. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi 14.október að óska eftir því við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að ráðist verði í könnun á kostum og göllum sameiningar Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.