Fréttir
Skólpdælustöð Veitna í Brákarey í Borgarnesi.

Borgarnes og Dalvík einu þéttbýlin sem grófhreinsa nægilega skólp

Borgarnes og Dalvík eru einu þéttbýlin á landinu sem uppfylla kröfur um hreinsun samkvæmt reglugerð um fráveitur og skólp. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfis- og orkustofnunar um stöðu fráveitumála á Íslandi fyrir árið 2024. Skýrslan nær til 29 þéttbýla sem losa um eða yfir 2.000 svokallaðar persónueiningar eða um 90% af íbúafjölda á Íslandi. Skýrslan er unnin á grunni gagna frá heilbrigðiseftirlitum, sveitarfélögum og rekstraraðilum um land allt. Þéttbýli yfir ákveðinni stærð eiga að uppfylla kröfur um viðeigendi hreinsun sem í þessum tilfellum er grófhreinsun. Í síðustu skýrslu þessarar gerðar frá árinu 2022 voru Borgarnes og Dalvík einnig einu þéttbýin sem uppfylltu þessar kröfur.