
Kosið verður m.a. í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal.
Sameiningarkosning hefst á morgun
Á morgun hefst íbúakosning sú sem ræður því hvort sveitarfélögin Dalabyggð og Húnaþing vestra verða sameinuð líkt og samstarfsnefnd sveitarfélaganna mælir með. Virka daga frá 28. nóvember til 12. desember verður kosið á skrifstofum sveitarfélaganna á opnunartíma þeirra, en að auki verða kjörstaðir opnir tvo laugardaga á kosningatímabilinu í hvoru sveitarfélagi fyrir sig þar á meðal á lokadegi kosninganna 13. desember.