Fréttir
Höfundarnir stilltu sér upp ásamt viðburðarhaldara og viðburðarstjóra. F.v. Gunnar Helgason, Kári Valtýsson, Gunnar Theodór Eggertsson, Berghildur Jónsdóttir sem setti viðburðinn, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Lilja Magnúsdóttir sem bar mesta þungann af þessu öllu. Ljósm. tfk

Jólabókaflóðið sló í gegn í Grundarfirði – myndasyrpa

Jólabókaflóðið 2025 var haldið í Samkomuhúsinu í Grundarfirði í gær. Þá mættu rithöfundarnir Gunnar Helgason, Gunnar Theodór Eggertsson, Kári Valtýsson og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og spjölluðu við gesti ásamt því að lesa upp úr verkum sínum.