Veröld

Veröld – Safn

true

Lax – maður!

Af og til förum við hjónakornin í laugardagsbíltúr í nærliggjandi byggðarlög eða héruð. Það getur verið hollt að upplifa eitthvað annað en Vesturland, þó ekki væri til annars en að sannfærast um hvað við eigum undurfagurt umhverfi og mannlíf hér heima. Um liðna helgi var förinni heitið á Árborgar- og Ölfussvæðið. Í blíðskaparveðri var ekið…Lesa meira

true

Iðnaðarmaður vikunnar – Gaman að vinna við fjölbreytt verkefni

Nafn? Hermann Daði Hermannsson Starf og menntun? Er menntaður húsasmíðameistari og starfa sem slíkur í Borgarfirði. Hvernig myndir þú lýsa venjulegum vinnudegi? Hann byrjar á einni hafrakexköku og einu glasi af ávaxtasafa. Klukkan átta legg ég af stað og tek símtal eða símtöl jafnvel á leiðinni í vinnuna og skipulegg daginn, svo er mjög misjafnt…Lesa meira

true

Þrjá dósir af Ora fiskibollum

Á mánudaginn gerðist atburður á Pýreneaskaganum í sunnanverðri Evrópu sem menn áttu ekki von á enda engin fordæmi fyrir slíku. Megin hluti Spánar, Portúgal og fleiri landa varð rafmagnslaus. Við slíkar aðstæður kemst fólk að því hversu gríðarlega háð það er tækninni. Ragmagnsleysið á Spáni varði í tæpan sólarhring. Þarlend stjórnvöld höfðu í gær engar…Lesa meira

true

Dagur í lífi fréttamanns á RÚV

Nafn: Magnús Geir Eyjólfsson Fjölskylduhagir/búseta: Við fjölskyldan höfum komið okkur vel fyrir á besta stað í Laugardalnum í Reykjavík. Þar búum við Hildur Bára Leifsdóttir saman ásamt dætrunum Friðriku Rögnu 16 ára og Hrafnhildi Freyju 9 ára. Í kjallaranum er svo litla fjölskyldan, frumburðurinn Hákon Marteinn og kærasta hans Katla Georgsdóttir ásamt hinni tveggja mánaða…Lesa meira

true

Heimsendabölmóður

Af og til birtast í fjölmiðlum auglýsingar sem vekja umræðu í þjóðfélaginu, en til þess er jú gjarnan leikurinn gerður. Undanfarið höfum við til dæmis séð ungt fólk á sjónvarpsskjánum telja upp allt sem er að gerast í þeirra heimabyggð. Þær eru kostaðar af fyrirtækjum í sjávarútvegi sem telja að sér vegið með hækkun veiðigjalda.…Lesa meira

true

Yfirheyrslan – Get tekið mig úr axlarlið mjög auðveldlega

Nafn: Eva Björg Ægisdóttir Hvar ertu fædd og hvenær? Um hádegi þann 27. júní árið 1988 á Sjúkrahúsi Akraness. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Ímyndunarveik, ofhugsari og ákvörðunarfælin. Áttu gæludýr? Ekki eins og er, en ef þú spyrð aftur í maí þá verður svarið annað. Hvers saknarðu mest frá því í gamla…Lesa meira

true

Yfirheyrslan – Tala Esperanto

Nafn: Helga Braga Jónsdóttir. Hvar ertu fædd og hvenær? 5. nóvember 1964 á Akranesi Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Dugleg, hress og góðhjörtuð. Áttu gæludýr? Ekki heima hjá mér núna, en hef átt hesta og kisur. Hvers saknarðu mest frá því í gamla daga? Leika mér á Langasandi. Hvað færðu þér ofan…Lesa meira

true

Vorið er tíminn

Vorið er vissulega sú árstíð sem er í mestu uppáhaldi hjá mér. Tíminn þegar náttúran fer að taka við sér, líf kviknar eftir mismiklar vetrarhörkur. Kannski er ég einkar mikið vorbarn því nákvæmlega fyrir 61 ári, í hádegisfréttatímanum, leit ég fyrst dagsins ljós á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Ekki man ég þessa stund svo gjörla en…Lesa meira