Íþróttir

true

ÍA mætir Gróttu í Lengjudeildinni í kvöld

Fjórtánda umferð Lengjudeildar kvenna í fótbolta fer fram í kvöld. Þá fær lið ÍA Gróttu í heimsókn og fer leikur liðanna fram í Akraneshöllinni og hefst hann kl. 19:15. Lið ÍA hefur heldur verið að rétta úr kútnum í undanförnum leikjum og situr nú í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig. Lið Gróttu er hins…Lesa meira

true

Allir mjög sáttir að loknu Unglingalandsmóti UMFÍ – myndasyrpa

Unglingalandsmót UMFÍ, fjölskyldu- og forvarnarhátíð, var haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Mótið tókst að sögn þátttakenda og foreldra afar vel ekki síst vegna þess að veðrið lék við gesti. Keppendur voru ríflega þúsund talsins sem er örlítil fjölgun frá síðasta ári þegar mótið var haldið í Borgarnesi. Keppt var í 21 keppnisgrein. Á kvöldin var…Lesa meira

true

Einar Margeir sáttur eftir gott heimsmeistaramót

Heimsmeistaramótinu í sundi lauk á mánudaginn. Einar Margeir Ágústsson frá Sundfélagi Akraness tók þar þátt ásamt fleiri keppendum frá Íslandi. „Einar átti virkilega góða frammistöðu í 50 metra bringusundi þar sem hann bætti sinn eigin persónulega tíma og einnig Akranesmetið. Hann synti á 27,89 sekúndum, sem er bæting frá fyrra metinu hans sem var 28,10…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni

Leikmenn Víkings í Ólafsvík eru komnir í undanúrslit Fótbolti.net bikarsins eftir mikinn baráttusigur gegn KFA í gærkvöldi. Liðin mættust á SÚN-vellinum í Neskaupstað. Heimamenn náðu forystunni strax á 5. mínútu með marki Heiðars Snæs Ragnarssonar. Á 66. mínútu náði Kwame Quee að jafna leikinn með góðu skoti eftir undirbúning Hektors Bergmanns Garðarssonar. Á 68. mínútu…Lesa meira

true

Stig til ÍA með skrítnu marki í blálokin

Lið ÍA og Vals skyldu jöfn á Elkem-vellinum á Akranesi í gærkvöldi. Þegar leið á fyrri hálfleik leiksins var fátt sem benti til þess að Skagamenn fengju stig úr leiknum því leikmenn Vals byrjuðu hann af miklum krafti og strax á 16. mínútu skoraði Patrick Pedersen fyrir Val.  Markið fer í sögubækurnar því þetta var…Lesa meira

true

Fjölmenni tók þátt í Flemming púttmótinu á Hvammstanga

Að þessu sinni fór Flemmingpúttmótið í golfi fram á Hvammstanga í blíðskapar veðri, sól og góðum hita undir lok júlí. Þátttaka var góð en alls voru 40 sem spiluðu og komu frá hinum ýmsu stöðum; Hvammstanga, Borgarbyggð, Akranesi, Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Að venju var boðið upp á veitingar. Þetta er í fimmtánda sinn…Lesa meira

true

Birnir Breki nýr liðsmaður ÍA

Knattspyrnumaðurinn Birnir Breki Burknason hefur gengið til liðs við Bestu-deildarlið ÍA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HK. Birnir Breki er fæddur árið 2006 og er uppalinn HK-ingur. Hann hefur spilað 54 leiki í meistaraflokki liðsins allt frá því að hann þreytti frumraun sína í meistaraflokki árið 2023. Í leikjunum 54 hefur hann skorað 6…Lesa meira

true

Josip Barnjak til liðs við ÍA í körfunni

Það er skammt stórra högga á milli hjá Körfuknattleiksfélagi ÍA sem leika mun í Bónus deild karla næsta vetur. Í síðustu viku var tilkynnt um samning við Gojko Sudzum og nú bætist Josip Barnjak í hópinn. Josip er 26 ára gamall Króati, 190 cm að hæð og leikur sem skotbakvörður. Hann hefur leikið allan sinn…Lesa meira

true

Einar Margeir mættur til Singapore

Einar Margeir Ágústsson, sundmaður frá Sundfélagi Akraness, er nú staddur í Singapore þar sem hann undirbýr sig fyrir heimsmeistaramótið í 50 metra laug, sem hefst á sunnudaginn. Íslenski landsliðshópurinn lagði af stað á föstudaginn og hófst ferðin með æfingu í Helsinki meðan beðið var eftir tengiflugi. Komið var til Singapore á laugardaginn og þar fara…Lesa meira

true

Góðir sigrar Vesturlandsliðanna í annarri deild

Vesturlandsliðin Víkingur Ólafsvík og Kári á Akranesi unnu bæði leiki sína í þrettándu umferð annarrar deildar knattspyrnu karla sem fram fór í gær. Það voru Víðismenn í Garði sem sóttu Víking heim. Markús Máni Jónsson náði forystu fyrir gestina á 10. mínútu en Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði fyrir heimamenn á 38. mínútu. Hektor Bergmann var…Lesa meira