Íþróttir
Tvíburarnir Aníta Rut og Carmen Bylgja úr HSH hnykkla vöðvana í krakkahreysti á fyrsta keppnisdegi. Ljósmyndir: tfk

Allir mjög sáttir að loknu Unglingalandsmóti UMFÍ – myndasyrpa

Unglingalandsmót UMFÍ, fjölskyldu- og forvarnarhátíð, var haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Mótið tókst að sögn þátttakenda og foreldra afar vel ekki síst vegna þess að veðrið lék við gesti. Keppendur voru ríflega þúsund talsins sem er örlítil fjölgun frá síðasta ári þegar mótið var haldið í Borgarnesi. Keppt var í 21 keppnisgrein. Á kvöldin var boðið upp á skemmtidagskrá þar sem m.a. VÆB bræður, Magni, Stebbi Jak og Dimma skemmtu. Keppni hófst í nokkrum greinum á fimmtudeginum en formleg setningarathöfn var á föstudagskvöldið. Mótsslit voru loks laust fyrir miðnætti á sunnudagskvöld.