Íþróttir

Víkingur Ólafsvík í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni

Leikmenn Víkings í Ólafsvík eru komnir í undanúrslit Fótbolti.net bikarsins eftir mikinn baráttusigur gegn KFA í gærkvöldi. Liðin mættust á SÚN-vellinum í Neskaupstað. Heimamenn náðu forystunni strax á 5. mínútu með marki Heiðars Snæs Ragnarssonar. Á 66. mínútu náði Kwame Quee að jafna leikinn með góðu skoti eftir undirbúning Hektors Bergmanns Garðarssonar. Á 68. mínútu snéru félagarnir hlutverkunum við þegar Hektor skoraði annað mark Víkings eftir góða fyrirgjöf Kwame. Á 77. mínútu jafnaði Marteinn Már Sverrisson leikinn fyrir heimamenn.