Íþróttir

true

ÍA á sigurbraut í Lengjudeildinni

Lið ÍA í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu vann sinn þriðja leik í röð þegar þær þær mættu KR í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Skagakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og Erna Björt Elíasdóttir náði forystunni strax á 9. mínútu. Sigrún Eva Sigurðardóttir fylgdi því svo eftir með öðru marki á 22. mínútu. Karen Guðmundsdóttir minnkaði…Lesa meira

true

Urðu Símamótsmeistarar 2025

Eins og við sögðum frá í frétt nýverið lauk Símamótinu í knattspyrnu um síðustu helgi. Mikið fjör var í Kópavogi þessa daga sem mótið stóð yfir. Fjöldinn allur af stelpum víðsvegar af landinu kom saman og öttu kappi á iðagrænum Kópavogsvelli og í Fagralundi. Mörg lið mættu af Vesturlandi og var ekki annað að sjá…Lesa meira

true

Sitja nú einir á botninum

Um hreinan botnbaráttuslag í Bónusdeildinni var að ræða í gær þegar ÍA sótti KA menn heim á Akureyri. KA menn byrjuðu vel og komu inn marki þegar korter var liðið af leik með marki frá hinum færeyska Jóan Símun Edmundsson. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en það voru hins vegar Skagamenn sem byrjuðu…Lesa meira

true

Olíver í austurveg til Póllands

Oliver Stefánsson knattspyrnumaður í ÍA hefur verið seldur til pólska félagsins GKS Tychy og hefur því spilað sinn síðasta leik með ÍA, í bili að minnsta kosti. GKS Tychy leikur í I liga í pólsku deildakeppninni sem er önnur efsta deildin. Keppnistímabil deildarinnar er að hefjast þessa dagana. GKS Tychy endaði í sjöunda sæti deildarinnar…Lesa meira

true

Nýr leikmaður til Körfuknattleiksfélags ÍA

Körfuknattleiksfélag ÍA undirbýr nú næsta keppnistímabil þar sem liðið mun leika í Bónusdeildinni og þar að auki í nýrri íþróttahöll. Á dögunum var gengið frá samningi við Gojko Sudzum um að leika með ÍA. Gojko er 204 cm fram- og miðherji sem lék síðasta vetur með KK Jahorina Pale í efstu deild körfuboltans í Bosníu…Lesa meira

true

Víkingur áfram en Kári úr leik í fotbolti.net bikarnum

Í gær voru spilaðir leikir í 16 liða úrslitum fotbolti.net bikarsins, en það er eins og kunnugt er bikarmót karlaliða í neðri deildum. Þetta er þriðja tímabilið sem þessi skemmtilega keppni, yngsta og sprækasta bikarkeppni landsins, fer fram. Víðir í Garði varð fyrst félaga til að lyfta bikarnum á Laugardalsvelli og í fyrra var það…Lesa meira

true

Góður sigur ÍA á Aftureldingu

Lið ÍA í Lengjudeild kvenna sótti Aftureldingu heim í Malbiksstöðina að Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöldi í tíundu umferð deildarinnar. Fyrir leikinn var lið Aftureldingar eitt og yfirgefið á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig. Heimakonur náðu forystunni á 16. mínútu með marki Hlínar Heiðarsdóttur en Skagastúlkum tókst að jafna metin með marki Ernu Bjartar…Lesa meira

true

Lana Sif og Bjarki klúbbmeistarar Golfklúbbs Borgarness

Lana Sif Harley og Bjarki Pétursson stóðu uppi sem sigurvegarar á meistaramóti Golfklúbbs Borgarness sem lauk um liðna helgi. Í meistaraflokki kvenna var það eins og áður sagði Lana Sif Harley sem sigraði með nokkrum yfirburðum á 346 höggum. Bjarki Pétursson vann meistaraflokk karla einnig með talsverðum yfirburðum og spilaði á 285 höggum. Í fyrsta…Lesa meira

true

Tristan Freyr og Elín Anna Leynismeistarar

Tristan Freyr Einarsson stóð uppi sem sigurvegari í meistaraflokki karla á meistaramóti Golfklúbbsins Leynis sem lauk um liðna helgi. Hann lauk keppni á 306 höggum eftir mjög harða keppni við Stefán Orra Ólafsson sem var á 307 höggum. Skammt undan voru Guðlaugur Þór Þórðarson og Kári Kristinvinsson sem luku báðir keppni á 308 höggum. Elín…Lesa meira

true

Heimir og Hugrún meistarar Vestarr í Grundarfirði

Meistaramót golfklúbbsins Vestarr fór fram á dögunum á Bárarvelli í Grundarfirði. Í 1. flokki karla sigraði Heimir Þór Ásgeirsson og hlaut með því nafnbótina klúbbmeistari ársins 2025. Í 1. flokki kvenna var Hugrún Elísdóttir sem ber sigur úr býtum og nafnbótina klúbbmeistari ársins 2025. Þá vann Helga Ingibjörg Reynisdóttir 2. flokk kvenna og Ágúst Jónsson…Lesa meira