Íþróttir
Marki fagnað. Ljósm. Fótbolti.net/ Eyjólfur Garðarsson

ÍA á sigurbraut í Lengjudeildinni

Lið ÍA í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu vann sinn þriðja leik í röð þegar þær þær mættu KR í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Skagakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og Erna Björt Elíasdóttir náði forystunni strax á 9. mínútu. Sigrún Eva Sigurðardóttir fylgdi því svo eftir með öðru marki á 22. mínútu. Karen Guðmundsdóttir minnkaði muninn fyrir KR á 27. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki og þriðji sigur ÍA í deildinni í röð staðreynd.