Íþróttir
Oliver Stefánsson. Ljósm. Jón Gautur

Olíver í austurveg til Póllands

Oliver Stefánsson knattspyrnumaður í ÍA hefur verið seldur til pólska félagsins GKS Tychy og hefur því spilað sinn síðasta leik með ÍA, í bili að minnsta kosti. GKS Tychy leikur í I liga í pólsku deildakeppninni sem er önnur efsta deildin. Keppnistímabil deildarinnar er að hefjast þessa dagana. GKS Tychy endaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðasta keppnistímabili. Liðið er frá borginni Tychy sem er í suðurhluta Póllands hvar búa um 126.000 manns.

Olíver í austurveg til Póllands - Skessuhorn