Íþróttir
Ómar Björn Stefánsson var hetja Skagamanna eftir að hafa náð að skora jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Hér fagnar hann marki sínu með Viktori Jónsson. Ljósm. gbh

Stig til ÍA með skrítnu marki í blálokin

Lið ÍA og Vals skyldu jöfn á Elkem-vellinum á Akranesi í gærkvöldi. Þegar leið á fyrri hálfleik leiksins var fátt sem benti til þess að Skagamenn fengju stig úr leiknum því leikmenn Vals byrjuðu hann af miklum krafti og strax á 16. mínútu skoraði Patrick Pedersen fyrir Val.  Markið fer í sögubækurnar því þetta var 132. mark hans í efstu deild og er hann þar með orðinn markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, skákaði Eyjamanninum Tryggva Guðmundssyni sem hafði átt metið. Patrick bætti um betur þegar hann skoraði annað mark Vals úr víti sem dæmt var eftir að Johannes Vall braut á Jónatan Inga Jónssyni.