Íþróttir

true

Þorsteinn tók þátt í HM í malarhjólreiðum

Rifsarinn Þorsteinn Bárðarson keppti nýverið á heimsmeistaramóti í malarhjólreiðum í flokki 45-49 ára. Hjólaðir voru 183 kílómetrar frá bænum Halle og endað í Leuven í Belgíu. Þorsteinn hafnaði í 60. sæti af 250 keppendum sem ræstir voru til keppni. Í ferðinni lenti hann í því að detta og brjóta brúsahaldarana á hjólinu, en þrátt fyrir…Lesa meira

true

Dúna og Dino nýir þjálfarar hjá ÍA

Dúna Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍA með áherslu á styrktarþjálfun og þróun yngri kvenna leikmanna hjá félaginu. Dúna hefur mikla reynslu, bæði sem þjálfari og leikmaður. Hún er með UEFA-B þjálfaragráðu og er íþróttafræðingur með master í íþróttavísindum og þjálfun, sem og heilsuþjálfun og kennslu. Ásamt þjálfuninni starfar Dúna sem…Lesa meira

true

Fyrsta deildarkeppnismót Píludeildar Skallagríms

Píludeild Skallagríms var stofnað í apríl á þessu ári en deildin hefur aðstöðu í Grillhúsinu í Borgarnesi. Opið er fyrir áhugasama öll þriðjudagskvöld að prófa sig áfram, fá handleiðslu og ná tökum á helstu undirstöðum íþróttarinnar. Einnig eru æfingar fyrir unglinga og fullorðna á föstudögum og laugardögum í vetur en hægt er að fylgjast með…Lesa meira

true

Stærsta Pollamót Þórs haldið á Akureyri

Um síðustu helgi fór fram Pollamót Þórs í körfubolta á Akureyri en mótið var það stærsta sem haldið hefur verið, en keppendur voru tæplega 300. Fjögur lið voru skráð til leiks frá Vesturlandi, þrjú lið úr Stykkishólmi og eitt úr Borgarfirði. Snæfells Gellur samanstóðu af þremur kvennaliðum úr Stykkishólmi en þær kepptu í flokki 20…Lesa meira

true

Daniel Ingi fær nýjan samning

Skagamaðurinn Daniel Ingi Jóhannesson hefur skrifað undir nýjan samning við danska knattspyrnuliðið Nordsjælland. Þessi 17 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við Nordsjælland frá ÍA síðasta sumar. Hann hefur staðið sig við með U19 liði félagsins en liðið varð bikarmeistari í sumar. „Ég er ánægður að hafa framlengt samning minn við Nordsjælland. Ég vona að…Lesa meira

true

Naumt tap Skagamanna gegn Sindra

Sindri og ÍA áttust við í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Ice Lagoon höllinni á Höfn. Það var jafnt á flestum tölum í fyrsta leikhluta en Skagamenn höfðu frumkvæðið og náðu mest fimm stiga forskoti miðja vegu, 10:15. Þegar fyrsta leikhluta lauk voru gestirnir með þriggja stiga…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði í Laugardalshöllinni

Skallagrímur úr Borgarnesi heimsótti Ármann í Laugardalshöllina á föstudagskvöldið en um var að ræða fyrstu umferð 1. deildar karla í körfubolta. Liðunum var fyrir tímabilið spáð svipuðu gengi en nokkrar mannabreytingar hafa orðið á þeim báðum. Skallagrímur lék til dæmis ekki með bandarískan leikmann en vonir standa til að nýr bandarískur leikmaður verði kominn í…Lesa meira

true

UMFG tók á móti Vestra í fyrstu deild kvenna

Ungmennafélag Grundarfjarðar spilar í fyrstu deild kvenna í blaki í vetur. Fyrir rúmri viku tapaði félagið fyrsta leik sínum gegn Fylki en UMFG og Vestri mættust síðan á laugardaginn í Íþróttahúsi Grundarfjarðar. Það var því hugur í báðum liðum fyrir leik en gestirnir byrjuðu betur og unnu fyrstu hrinuna 25-17. Heimastúlkur í UMFG komu ákveðnar…Lesa meira

true

Snæfell byrjaði tímabilið með sterkum sigri

Snæfell í Stykkishólmi gerði góða ferð í Grafarvoginn á föstudaginn þegar liðið heimsótti Fjölni í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik. Fjölni var fyrir tímabilið spáð einu af efstu sætum deildarinnar á meðan Snæfell var spáð áttunda sæti. Leikurinn var í járnum á fyrstu mínútunum en þegar um fjórar mínútur voru eftir af fyrsta…Lesa meira

true

Skagamenn fóru á kostum á móti FH

ÍA og FH mættust í þriðju umferð efri helmings Bestu deildar karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn á Elkem vellinum á Akranesi. Þetta byrjaði með látum því strax á fyrstu mínútu leiksins komust gestirnir yfir með marki frá Kjartani Kára Halldórssyni sem þrumaði boltanum í nærhornið úr aukaspyrnu og fór boltinn í Árna…Lesa meira