Íþróttir
Daniel Ingi með pennann á lofti. Ljósm. fcn.dk

Daniel Ingi fær nýjan samning

Skagamaðurinn Daniel Ingi Jóhannesson hefur skrifað undir nýjan samning við danska knattspyrnuliðið Nordsjælland. Þessi 17 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við Nordsjælland frá ÍA síðasta sumar. Hann hefur staðið sig við með U19 liði félagsins en liðið varð bikarmeistari í sumar.

Daniel Ingi fær nýjan samning - Skessuhorn