
Márus Líndal Hjartarson, Þorvaldur Ásberg Kristbergsson og Ellert Hjelm Gestsson. Ljósm. Píludeild Skallagríms.
Fyrsta deildarkeppnismót Píludeildar Skallagríms
Píludeild Skallagríms var stofnað í apríl á þessu ári en deildin hefur aðstöðu í Grillhúsinu í Borgarnesi. Opið er fyrir áhugasama öll þriðjudagskvöld að prófa sig áfram, fá handleiðslu og ná tökum á helstu undirstöðum íþróttarinnar. Einnig eru æfingar fyrir unglinga og fullorðna á föstudögum og laugardögum í vetur en hægt er að fylgjast með starfinu á samfélagsmiðlum deildarinnar.