Íþróttir

Dúna og Dino nýir þjálfarar hjá ÍA

Dúna Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍA með áherslu á styrktarþjálfun og þróun yngri kvenna leikmanna hjá félaginu. Dúna hefur mikla reynslu, bæði sem þjálfari og leikmaður. Hún er með UEFA-B þjálfaragráðu og er íþróttafræðingur með master í íþróttavísindum og þjálfun, sem og heilsuþjálfun og kennslu. Ásamt þjálfuninni starfar Dúna sem verkefnastjóri Farsæls Frístundastarfs hjá Akraneskaupstað. Dúna á 94 leiki fyrir ÍA sem leikmaður, skoraði í þeim 24 mörk og var um tíma fyrirliði liðsins. Dúna hefur áður starfað sem styrktarþjálfari hjá sænska knattspyrnuliðinu Kristianstad sem og íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu.

Dúna og Dino nýir þjálfarar hjá ÍA - Skessuhorn