Íþróttir

true

Skagamenn unnu stórsigur á Þór

ÍA og Þór Akureyri mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í nýuppgerða íþróttahúsinu við Vesturgötu. Vel var mætt á leikinn eða um 200 manns og mikil stemning í húsinu. Gestirnir að norðan settu niður fyrstu fjögur stigin en heimamenn fóru síðan í gang og voru komnir með örugga forystu,…Lesa meira

true

Naglbítur þegar Snæfell heimsótti Selfoss

Snæfell frá Stykkishólmi heimsótti Selfoss í þriðju umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en heimamenn á Selfossi náðu ágætis áhlaupi í enda fyrri hálfleiks og gengu liðin til búningsklefa í stöðunni, 50-45 fyrir Selfossi. Áfram var jafnræði með liðunum í seinni hálfleik en heimamenn þó skrefinu framar.…Lesa meira

true

Evrópudraumur ÍA úr sögunni eftir ótrúlegar lokamínútur

ÍA og Víkingur R. mættust í næstsíðustu umferð efri helmings Bestu deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og var viðureignin á Elkem vellinum á Akranesi. Skagamenn þurftu þrjú stig og sigur til að eiga möguleika á sæti í Evrópu og sömuleiðis að treysta á að Valur misstigi sig á móti FH. Gestirnir eru í mikilli…Lesa meira

true

Skallagrímur með öflugan útisigur gegn Sindra

Skallagrímsmenn í Borgarnesi fóru til Hafnar í Hornafirði á föstudaginn og léku gegn heimamönnum í Sindra í þriðju umferð 1. deildar karla í körfubolta. Níu leikmenn frá Skallagrími ásamt fylgdarliði voru mættir en nýi bandaríski leikmaður liðsins, Ishmael Sanders, var kominn með leikheimild og lék því í fyrsta sinn í búningi Skallagríms. Liðin skiptust á…Lesa meira

true

Ómar Björn genginn í raðir Skagamanna

Knattspyrnufélag ÍA og Ómar Björn Stefánsson hafa skrifað undir samning til næstu þriggja ára. Ómar Björn er tvítugur framherji sem kemur til félagsins frá Fylki. Jón Þór Hauksson þjálfari segir að Ómar Björn sé öflugur framherji á spennandi aldri. „Hann er kröftugur, sterkur og tæknilega góður leikmaður og ég er sannfærður um að hans eiginleikar…Lesa meira

true

Skallagrímur semur við nýjan leikmann

Körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarnesi hefur samið við nýjan bandarískan leikmann. Deildin sagði upp samningi við Walter Kelser en hann meiddist fljótlega eftir komu sína til liðsins. Nýi leikmaðurinn heitir Ishmael Sanders og samkvæmt fréttatilkynningu frá deildinni kemur hann með mikla reynslu inn í lið Skallagríms. Sanders leikur í stöðu leikstjórnanda. Hann spilaði í San Diego…Lesa meira

true

Tap hjá Snæfelli í Stykkishólmi

Snæfellsliðið tók á móti Ármanni á föstudaginn en gestirnir sigruðu Skallagrím í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfubolta á meðan Snæfell sigraði Fjölni og var því mikil spenna fyrir leikinn. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins en Ármenningar náðu miklu áhlaupi og breyttu stöðunni úr 8-8 í stöðuna 12-21 og Snæfell þurfti…Lesa meira

true

Sannfærandi sigur Skagamanna gegn KFG

Lið KFG og ÍA mættust í 2. umferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Bæði lið höfðu tapað sínum leikjum í fyrstu umferðinni og því kjörið tækifæri að koma sér á blað í deildinni. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu tólf stigin á fyrstu tveimur…Lesa meira

true

Skallagrímur með fyrsta sigurinn á tímabilinu

Skallagrímur tók á móti Selfossi í annarri umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn, en liðið tapaði í sínum fyrsta leik gegn Ármanni á meðan Selfoss vann öruggan sigur á Þór frá Akureyri. Skallagrímur spilaði án bandarísks leikmanns en vonir standa til að nýr leikmaður verði kominn í Borgarnes í þessari viku. Leikurinn hófst…Lesa meira

true

Snæfell með góðan sigur í fyrsta leik

Kvennalið Snæfells hóf leik í fyrstu deildinni í körfubolta á laugardaginn þegar þær tóku á móti ungmennaliði Stjörnunnar í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Heimakonur í Snæfelli byrjuðu betur og leiddu 15:7 eftir rúmar fjórar mínútur en Stjarnan náði að minnka muninn í 22:17 við lok fyrsta leikhluta. Baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta og aðeins munaði…Lesa meira