Íþróttir
Danielle E. Shafer skoraði 40 stig gegn ungmennaliði Stjörnunnar. Ljósm. Bæring Nói Dagsson.

Snæfell með góðan sigur í fyrsta leik

Kvennalið Snæfells hóf leik í fyrstu deildinni í körfubolta á laugardaginn þegar þær tóku á móti ungmennaliði Stjörnunnar í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Heimakonur í Snæfelli byrjuðu betur og leiddu 15:7 eftir rúmar fjórar mínútur en Stjarnan náði að minnka muninn í 22:17 við lok fyrsta leikhluta.

Snæfell með góðan sigur í fyrsta leik - Skessuhorn