Íþróttir
Kristófer Már Gíslason skoraði 19 stig gegn Þór í leiknum. Ljósm. Jón Gautur Hannesson

Skagamenn unnu stórsigur á Þór

ÍA og Þór Akureyri mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í nýuppgerða íþróttahúsinu við Vesturgötu. Vel var mætt á leikinn eða um 200 manns og mikil stemning í húsinu. Gestirnir að norðan settu niður fyrstu fjögur stigin en heimamenn fóru síðan í gang og voru komnir með örugga forystu, 15:7, um miðja vegu. Skagamenn keyrðu áfram á gestina af fullum krafti og staðan var 29:15 ÍA í hag þegar heyrðist í klukkunni. Í öðrum leikhluta herjuðu heimamenn enn frekar á Þórsara sem áttu engin svör og skoruðu aðeins sjö stig í leikhlutanum. Þegar flautað var til hálfleiks voru Skagamenn komnir með 21 stig í forskot, staðan 43:22 og áhorfendur vel sáttir með stöðuna, alla vega þeir gulklæddu.

Skagamenn unnu stórsigur á Þór - Skessuhorn