Íþróttir
Styrmir Jónasson (nr. 1) var stigahæstur gegn KFG með 23 stig. Ljósm. Jónas H. Ottósson

Sannfærandi sigur Skagamanna gegn KFG

Lið KFG og ÍA mættust í 2. umferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Bæði lið höfðu tapað sínum leikjum í fyrstu umferðinni og því kjörið tækifæri að koma sér á blað í deildinni. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu tólf stigin á fyrstu tveimur mínútunum áður en heimamenn náðu loks áttum og komu sér á blað. Skagamenn voru með fulla stjórn á leiknum og náðu mest þrettán stiga forskoti en undir lok fyrsta leikhluta náði KGF 11-3 áhlaupi og staðan 26:31 ÍA í vil.

Sannfærandi sigur Skagamanna gegn KFG - Skessuhorn