
Magnús Engill í leik gegn Selfossi fyrr í vetur. Ljósm. Skallagrímur.
Skallagrímur með öflugan útisigur gegn Sindra
Skallagrímsmenn í Borgarnesi fóru til Hafnar í Hornafirði á föstudaginn og léku gegn heimamönnum í Sindra í þriðju umferð 1. deildar karla í körfubolta. Níu leikmenn frá Skallagrími ásamt fylgdarliði voru mættir en nýi bandaríski leikmaður liðsins, Ishmael Sanders, var kominn með leikheimild og lék því í fyrsta sinn í búningi Skallagríms.