Íþróttir
Johannes Vall skoraði eitt mark og lagði upp annað gegn Víkingi. Hér í baráttu við Aron Elís Þrándarson í leiknum. Ljósm. G. Bjarki Halldórsson

Evrópudraumur ÍA úr sögunni eftir ótrúlegar lokamínútur

ÍA og Víkingur R. mættust í næstsíðustu umferð efri helmings Bestu deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og var viðureignin á Elkem vellinum á Akranesi. Skagamenn þurftu þrjú stig og sigur til að eiga möguleika á sæti í Evrópu og sömuleiðis að treysta á að Valur misstigi sig á móti FH. Gestirnir eru í mikilli baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn og með sigri nægði þeim jafntefli í úrslitaleiknum gegn Blikum um næstu helgi til að hampa titlinum annað árið í röð.

Evrópudraumur ÍA úr sögunni eftir ótrúlegar lokamínútur - Skessuhorn