Íþróttir

true

Sigurjón Logi valinn bestur hjá Kára

Káramenn héldu lokahóf með ÍA á laugardagskvöldið á Jaðarsbökkum þar sem menn fögnuðu frábæru sumri sem endaði með sigri Kára í 3. deild. Leikmenn og þjálfarar völdu besta og efnilegasta leikmann sumarsins. Besti leikmaður Kára var valinn Sigurjón Logi Bergþórsson, efnilegasti leikmaðurinn var Arnór Valur Ágústsson og Sigurjón Logi varð markahæsti leikmaður Kára með 12…Lesa meira

true

Einar lyfti 240 kg í bekkpressu

Íslandsmeistaramót í bekkpressu með búnaði fór fram um helgina í húsakynnum Breiðabliks. Alls luku 12 þátttakendur keppni. Einar Örn Guðnason keppti fyrir hönd Kraftlyftingafélags Akranes og varð hann Íslandsmeistari í -120 kg flokki karla með lyftu upp á 240 kg. Einar á fyrir tvö Íslandsmet sem hann setti árið 2018, þá í -105 kg flokki…Lesa meira

true

Snæfell vann öruggan sigur á Keflavík b

Keflavík b og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn og var viðureignin í Blue-höllinni í Reykjanesbæ. Jafnt var 4:4 eftir tæpar þrjár mínútur þegar gestirnir gáfu í og náðu 14-4 áhlaupi þar sem miðherjinn Carlotta Ellenrider fór á kostum sem þýddi að staðan var 8:18 fyrir Snæfelli eftir fyrsta leikhluta.…Lesa meira

true

Snæfell tapaði á heimavelli

Snæfell í Stykkishólmi tók á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði í fjórðu umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Snæfell var búið að vinna einn sigur í deildinni á meðan gestirnir höfðu unnið tvo. Liðin byrjuðu bæði með harðan varnarleik en þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta hófu gestirnir áhlaup.…Lesa meira

true

ÍA með stórsigur í Borgarnesi

Skallagrímur mætti ÍA á föstudaginn í fjórðu umferð 1. deildar karla í körfubolta. Bæði lið voru með tvo sigurleiki og einn tapleik í fyrstu þremur umferðunum en nokkuð er um meiðsli í herbúðum Skallagríms, en Almar Orri Kristinsson, Ragnar Magni Sigurjónsson, Bergþór Ríkharðsson og Jure Boban eru allir meiddir. Mikill hiti var í upphafi leiks…Lesa meira

true

Bæði Snæfellsliðin fá erfiða andstæðinga í bikarnum

Dregið var í hádeginu í dag í 16-liða úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta. Karla- og kvennalið Snæfells voru þar í potti en 16-liða úrslitin verða leikin dagana 7.-9. desember næstkomandi. Bæði lið fengu útileiki í sínum viðureignum, en karlalið Snæfells heimsækir úrvalsdeildarlið Álftaness en kvennalið Snæfells heimsækir úrvalsdeildarlið Grindavíkur.Lesa meira

true

Axel Guðni stóð sig vel á Norðurlandamótinu

Níu íslenskir keppendur tóku þátt á Norðurlandamótinu í ólympískum lyftingum í Runavík í Færeyjum um helgina. Tíu keppendur frá Íslandi voru skráðir á mótið en aðeins náðu níu að mæta til leiks í tæka tíð. Var það vegna óhagstæðra vinda í Færeyjum sem gerði keppendum erfitt fyrir að komast á mótsstað og tók ferðalagið hjá…Lesa meira

true

Snæfell sigraði Vesturlandsslaginn í Borgarnesi

Skallagrímur í Borgarnesi og Snæfell í Stykkishólmi mættust í gær í 32ja liða úrslitum VÍS bikars karla í körfubolta, en spilað var í Fjósinu. Gestirnir úr Stykkishólmi komu mun grimmari til leiks og náðu fljótlega forystu. Heimamenn í Skallagrími virtust vera nokkuð þyngri í sínum skrefum, töpuðu sjö sinnum boltanum í fyrsta leikhluta og gestirnir…Lesa meira

true

Skagamenn úr leik í bikarnum eftir tap gegn Stólunum

ÍA og Tindastóll mættust í 32-liða úrslitum VÍS bikars karla í gærkvöldi og var leikurinn í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum enda var stúkan þétt setin með yfir þrjú hundruð áhorfendum og stemningin eins og best var á kosið. Heimamenn byrjuðu af krafti og komust í 22:15 eftir rúman sex mínútna leik.…Lesa meira

true

Akranesmeistarar í tvímenningi í pílu

Akranesmeistaramótið í 501 Tvímenningi í pílu fór fram á laugardaginn í aðstöðu Pílufélags Akraness við Vesturgötu. Sjö pör voru skráð til leiks og var spilað í riðli þar sem fjögur efstu pörin fóru í útsláttarkeppni. Í fyrri undanúrslitaleiknum sigruðu þeir Gunni Hó og Davíð Búason þá Steinar Berg Sævarsson og Ólaf Má Jónsson og í…Lesa meira