
Kristján Sveinsson leikmaður Skallagríms sækir að körfu ÍA en Styrmir Jónasson reynir að verjast. Ljósm. glh
ÍA með stórsigur í Borgarnesi
Skallagrímur mætti ÍA á föstudaginn í fjórðu umferð 1. deildar karla í körfubolta. Bæði lið voru með tvo sigurleiki og einn tapleik í fyrstu þremur umferðunum en nokkuð er um meiðsli í herbúðum Skallagríms, en Almar Orri Kristinsson, Ragnar Magni Sigurjónsson, Bergþór Ríkharðsson og Jure Boban eru allir meiddir. Mikill hiti var í upphafi leiks með tilheyrandi tæknivillum, hörðum villum og og stemningu í stúkunni en mikill fjöldi Skagamanna var mættur til að hvetja sína menn til dáða. ÍA náði frábæru áhlaupi undir lok fyrsta leikhluta og náði sex stiga forystu fyrir annan leikhluta, 13-19.