Íþróttir
Carlotta Ellenrieder var ansi öflug í leiknum. Hér á móti Tindastóli fyrr í vetur. Ljósm. Bæring Nói Dagsson

Snæfell vann öruggan sigur á Keflavík b

Keflavík b og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn og var viðureignin í Blue-höllinni í Reykjanesbæ. Jafnt var 4:4 eftir tæpar þrjár mínútur þegar gestirnir gáfu í og náðu 14-4 áhlaupi þar sem miðherjinn Carlotta Ellenrider fór á kostum sem þýddi að staðan var 8:18 fyrir Snæfelli eftir fyrsta leikhluta. Snæfell jók við forystuna í öðrum leikhluta, um hann miðjan var staðan 17:29 og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn 16 stig á milli liðanna, staðan 22:38 Snæfelli í hag.

Snæfell vann öruggan sigur á Keflavík b - Skessuhorn