Íþróttir
Ísak Örn leikmaður Snæfells leitar að sendingu gegn Ismael Sanders í liði Skallagríms. Ljósm: glh

Snæfell sigraði Vesturlandsslaginn í Borgarnesi

Skallagrímur í Borgarnesi og Snæfell í Stykkishólmi mættust í gær í 32ja liða úrslitum VÍS bikars karla í körfubolta, en spilað var í Fjósinu. Gestirnir úr Stykkishólmi komu mun grimmari til leiks og náðu fljótlega forystu. Heimamenn í Skallagrími virtust vera nokkuð þyngri í sínum skrefum, töpuðu sjö sinnum boltanum í fyrsta leikhluta og gestirnir tóku öll völd í leiknum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-21 fyrir Snæfelli.

Snæfell sigraði Vesturlandsslaginn í Borgarnesi - Skessuhorn