Íþróttir
Íslenski hópurinn. Axel Guðni er annar frá hægri. Ljósm. Lyftingasamband Íslands

Axel Guðni stóð sig vel á Norðurlandamótinu

Níu íslenskir keppendur tóku þátt á Norðurlandamótinu í ólympískum lyftingum í Runavík í Færeyjum um helgina. Tíu keppendur frá Íslandi voru skráðir á mótið en aðeins náðu níu að mæta til leiks í tæka tíð. Var það vegna óhagstæðra vinda í Færeyjum sem gerði keppendum erfitt fyrir að komast á mótsstað og tók ferðalagið hjá sumum alls 16 klukkustundir.

Axel Guðni stóð sig vel á Norðurlandamótinu - Skessuhorn