
: Ísak Örn Baldursson kallar leikkerfi í leiknum gegnu Sindra. Ljósm. Bæring Nói
Snæfell tapaði á heimavelli
Snæfell í Stykkishólmi tók á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði í fjórðu umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Snæfell var búið að vinna einn sigur í deildinni á meðan gestirnir höfðu unnið tvo. Liðin byrjuðu bæði með harðan varnarleik en þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta hófu gestirnir áhlaup. Þeir snögglega breyttu stöðunni úr 6-7 sér í vil í stöðuna 9-21 en þannig var staðan eftir fyrsta leikhluta.