Íþróttir
Gunni og Davíð með sigurlaunin. Ljósm. PFA

Akranesmeistarar í tvímenningi í pílu

Akranesmeistaramótið í 501 Tvímenningi í pílu fór fram á laugardaginn í aðstöðu Pílufélags Akraness við Vesturgötu. Sjö pör voru skráð til leiks og var spilað í riðli þar sem fjögur efstu pörin fóru í útsláttarkeppni. Í fyrri undanúrslitaleiknum sigruðu þeir Gunni Hó og Davíð Búason þá Steinar Berg Sævarsson og Ólaf Má Jónsson og í seinni undanúrslitaleiknum báru sigur úr býtum þeir Siggi Tomm og Sverrir Þór Guðmundsson gegn Magnúsi Þór Friðrikssyni og Valgeiri Valda Valgeirssyni.

Akranesmeistarar í tvímenningi í pílu - Skessuhorn