Íþróttir
Snæfell-Gellur saman á mynd. Ljósm. Gunnhildur Gunnarsdóttir

Stærsta Pollamót Þórs haldið á Akureyri

Um síðustu helgi fór fram Pollamót Þórs í körfubolta á Akureyri en mótið var það stærsta sem haldið hefur verið, en keppendur voru tæplega 300. Fjögur lið voru skráð til leiks frá Vesturlandi, þrjú lið úr Stykkishólmi og eitt úr Borgarfirði. Snæfells Gellur samanstóðu af þremur kvennaliðum úr Stykkishólmi en þær kepptu í flokki 20 ára og eldri en alls voru 26 leikmenn skráðar í liðin þrjú. Lið Grjóta Warriors kemur úr Borgarfirði en liðið keppti í flokki 25-39 ára. Þetta eru rísandi stjörnur eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Stærsta Pollamót Þórs haldið á Akureyri - Skessuhorn