Íþróttir

true

Snæfell með tap í fyrsta leik ársins

Fyrsti leikur 1. deildar karla í körfubolta á nýju ári fór fram í gærkvöldi en Snæfell tók þá á móti Fjölni í Stykkishólmi. Snæfell var fyrir leikinn með sex stig í deildinni en Fjölnir með átta. Snæfell byrjaði leikinn af miklum krafti og var með fínt forskot þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður, 12-6, en gestirnir…Lesa meira

true

Heimafólk átti ekki roð við gestunum að sunnan á Vesturlandsmótinu

Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds var spilað í sal FEBAN á Dalbraut 4 á Akranesi í gær. Mótið var jafnframt silfurstigamót og útskýrir það góða þátttöku spilara sem flestir komu af höfuðborgarsvæðinu. 20 sveitir tóku þátt en spilaðar voru sex tíu spila umferðir. Mótsstjórn var í höndum Þórðar Ingólfssonar, sem reyndar spilaði mestallt mótið í…Lesa meira

true

Skagamenn mæta Fram í fyrsta leik í Bestu deildinni

Drög að niðurröðun leikja í Bestu deild karla, Lengjudeild kvenna og 2. deild karla, hefur verið birt á vef Knattspyrnusambands Íslands. Opnunarleikur Bestu deildar karla verður laugardaginn 5. apríl en þar mæta Íslandsmeistarar Breiðabliks nýliðum Aftureldingar á Kópavogsvelli. Skagamenn eiga fyrsta leik á útivelli gegn Fram sunnudaginn 6. apríl og fyrsti heimaleikur ÍA verður í…Lesa meira

true

Skallagrímur heldur áfram að styrkja lið sitt

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur náð samkomulagi við Luke Moyer til að spila með meistaraflokki karla út tímabilið. Luke er reynslumikill bakvörður sem hefur spilað m.a með liði Njarðvíkur hér á Íslandi, í Mexíkó, Georgíu, Spáni og Kanada. Luke spilaði með liði Njarðvíkur á síðasta tímabili en lék eingöngu tíu leiki með liðinu. Í þeim tíu leikjum…Lesa meira

true

Skallagrímur semur við nýjan bandarískan leikmann

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur náð samkomulagi við Jermaine Hamlin um að leika með meistaraflokki karla. Deildin hefur sagt upp samning við Ishmael Sanders sem kom til liðsins um miðjan október mánuð og spilaði níu leiki með liðinu. Jermaine Hamlin kemur frá liðinu Oulun í Finnlandi en þar skilaði Jermaine 13 stigum að meðaltali í leik ásamt…Lesa meira

true

Fimmtán tilnefndir til Íþróttamanneskju Akraness 2024

Á þrettándanum 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á íþróttamanneskju Akraness árið 2024. Nú hefur verið opnað fyrir kosningu í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og verður hún opin frá 27. desember til og með 2. janúar. Alls eru 15 manns tilnefnd að þessu sinni og eru hér í stafrófsröð: Vélhjólaíþróttafélag Akraness Aníta Hauksdóttir Aníta Hauksdóttir er…Lesa meira

true

Stefán Þór ráðinn þjálfari hjá Knattspyrnufélagi ÍA

Stefán Þór Þórðarson hefur verið ráðinn nýr þjálfari hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Stefán mun þjálfa 2. flokk drengja sem og halda utan um einstaklingsmiðaða þjálfun þvert á flokka félagsins með það að markmiði að aðstoða leikmenn við að ná hámarksárangri. Þá mun hann einnig starfa sem sjúkranuddari í meistaraflokkum félagsins. Stefán Þór á að baki yfir…Lesa meira

true

Frábær árangur hjá Einari Margeiri á HM

Einar Margeir Ágústsson sundmaður úr ÍA hafnaði í 20. sæti í 100m fjórsundi á HM sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi í liðinni viku. Varð hann í 20. sæti í 100m fjórsundi á tímanum 54.36. Einari sjálfum fannst hann hafa getað synt hraðar en var eins og skiljanlegt er spenntur fyrir sitt fyrsta sund…Lesa meira

true

Erla setti átta Íslandsmet í ólympískum lyftingum á HM

Erla Ágústsdóttir úr Borgarnesi varð í gær í 13. sæti í +87 kg flokki kvenna á Heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem lauk í gær í Manama á Bahrain. Erla stórbætti árangur sinn þegar hún lyfti öllum sínum lyftum gildum. Á heimasíðu Lyftingasambands Íslands kemur fram að í snörun fór hún í gegn með seríuna 93kg,…Lesa meira

true

Gott gengi ÍA heldur áfram í körfunni

ÍA tók á móti Selfossi á föstudaginn í 1. deild karla í körfubolta. Heimamenn voru fyrir leikinn með sjö sigra og þrjú töp á meðan Selfoss var með tvo sigra og átta töp. Gestirnir frá Selfossi skoruðu fyrstu körfu leiksins en heimamenn tóku því næst öll völd á vellinum. ÍA spilaði fastan varnarleik sem skilaði…Lesa meira