Íþróttir
Íslenska landsliðið. Einar Margeir er lengst til hægri á mynd.

Frábær árangur hjá Einari Margeiri á HM

Einar Margeir Ágústsson sundmaður úr ÍA hafnaði í 20. sæti í 100m fjórsundi á HM sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi í liðinni viku. Varð hann í 20. sæti í 100m fjórsundi á tímanum 54.36. Einari sjálfum fannst hann hafa getað synt hraðar en var eins og skiljanlegt er spenntur fyrir sitt fyrsta sund á HM þar sem hann synti meðal bestu sundmanna heims. Einar keppti einnig í 200m bringsundi og gerði sér litið fyrir og bætti sig og kom í mark á 2.09.97, og varð í 27. sæti. Hann er þar með yngsti Íslendingurinn til að fara undir 2.10. Hann var mjög sáttur við sitt sund sem hann hafði útfært eftir planinu.

Frábær árangur hjá Einari Margeiri á HM - Skessuhorn