Íþróttir

true

Snæfell jafnaði metin gegn Hamri

Snæfell tók á móti Hamri í Hveragerði í gær í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta. Fyrir leikinn var Hamar með 2-1 forystu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. Þéttsetið var í áhorfendastúkunni í Fjárhúsinu, íþróttahúsi Stykkishólms og mikil spenna. Liðin skiptust á körfum í byrjun leiks…Lesa meira

true

Keppt í skeiði og tölti á lokakvöldi Vesturlandsdeildarinnar

Lokamót Vesturlandsdeildarinnar í hestaíþróttum fór fram í Faxaborg í gærkvöldi. Keppt var í tölti og skeiði í gegnum höllina og var mikil spenna i loftinu þar sem mjög mjótt var á munum í bæði einstaklings- og liðakeppninni. Það fór svo þannig að Guðmar Þór Pétursson skaust fram úr keppinautum sínum eftir góða skeiðspretti og náði…Lesa meira

true

Arnar sigurvegari U-18 í pílu

Það var stór dagur hjá Pílufélagi Akraness á sunnudaginn þegar fyrsta Akranes meistaramót U-18 fór fram í aðstöðu félagsins á Vesturgötunni. Mörg flott tilþrif sáust og eitt er víst að framtíðin er björt í pílunni á Skaganum. Spilað var í tveimur riðlum og svo beinn útsláttur. Það var Arnar Gunnarsson sem stóð uppi sem sigurvegari…Lesa meira

true

KB mótaröðinni lauk með gæðingakeppni – úrslit og myndir

Lokamótið í KB mótaröðinni í hestaíþróttum fór fram síðastliðinn laugardag í Faxaborg. Keppt var í gæðingakeppni í öllum flokkum. KB mótaröðin er einnig liða- og einstaklingskeppni og telja öll þrjú mótin til stiga. Stigahæsta liðið var Devold en liðsstjóri þar var Ámundi Sigurðsson. Stigahæsti keppandi deildarinnar var Kristín Eir Hauksdóttir á Skáney. Einnig er valinn…Lesa meira

true

Skallagrímur úr leik í Mjólkurbikarnum

Lið Skallagríms tók á móti Úlfunum í 2. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikið í Akraneshöll. Bæði lið leika í 5. deild Íslandsmótsins í sumar. Úlfarnir komust yfir í leiknum þegar Hermann Björn Harðarson skoraði í mark Skallagríms en Sigurjón Ari Guðmundsson jafnaði fyrir Skallagrím í uppbótartíma og staðan því 1-1…Lesa meira

true

Stórt tap Snæfells í Hveragerði

Snæfell í Stykkishólmi heimsótti Hamar á laugardaginn í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta. Leikið var í Frystikistunni, heimavelli Hamars. Liðið sem vinnur fyrst þrjá leiki heldur áfram í fjögurra liða úrslit en staðan í einvíginu fyrir leik var 1-1. Fyrstu mínútur leiksins einkenndust af miklu jafnræði en þegar…Lesa meira

true

Kári í 32-liða úrslit í Mjólkurbikarnum eftir stórsigur á Árbæ

Efir 7:1 sigur á KFS í 1. umferð Mjólkurbikarsins fyrir skömmu tók lið Kára á móti Árbæ á föstudagskvöldið í annarri umferð og var spilað í Akraneshöllinni. Fyrir leik var búist við spennandi viðureign enda lið Árbæjar ansi nálægt því að fylgja Kára upp í 2. deild á Íslandsmótinu á síðasta tímabili. Gestirnir byrjuðu leikinn…Lesa meira

true

Skagamenn með sigur í fyrsta leik

Besta deild karla í knattspyrnu hófst um helgina og fyrsti leikur Skagamanna var í gærkvöldi gegn liði Fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal. Jafnræði var með liðunum á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, Skagamenn komu boltanum mikið út til vinstri á Johannes Vall á meðan heimamenn leituðust við að lauma boltanum aftur fyrir varnarlínu ÍA með litlum…Lesa meira

true

Lengjubikarinn kominn í hús hjá stelpunum í ÍA

Stelpurnar í Knattspyrnufélagi ÍA tryggðu sér á dögunum bikarmeistaratitilinn í B-deild Lengjubikars kvenna jafnvel þótt einum leik væri ólokið. Lokaleikur deildarinnar var svo spilaður í gær í Akraneshöllinni og gerðu heimakonur sér lítið fyrir og unnu ÍBV með fjórum mörkum gegn engu. Mörkin skoruðu þær Madison Brooke Schwartzenberger á 16. mínútu, Erla Karitas Jóhannesdóttir á…Lesa meira

true

Náðum að fá fólkið með okkur í lið

Rætt við Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfara ÍA í körfubolta sem á dögunum var heiðraður sem þjálfari ársins í 1. deild karla Körfuboltalið ÍA fór í gegnum tímabilið taplaust á heimavelli, vann 18 leiki og tapaði eingöngu fjórum leikjum. Óskar Þór var ráðinn til starfa síðasta sumar en áður var hann búinn að starfa hjá Stjörnunni,…Lesa meira